30.8.2008 | 14:28
Feðgar á gæsaveiðum
Við feðgarnir skruppum á gæsaveiðar í nótt og vorum komnir á túnin og byrjaðir að stilla upp
gervigæsum kl 04.15. Veður var gott, norðan gjóla og tiltölulega hlýtt í lofti. Felunetin voru síðan strengd yfir skurðinn og allt draslið falið þar undir. Einnig tylltum við okkur undir netin og kúrðum þarna vel klæddir, með húfur og vettlinga, klárir í slaginn fyrir gæsirnar.
Strákarnir voru bara hressir en þeir hafa nokkrum sinnum farið með mér á gæsaveiðar og síðast í Hrútafjörðinn í fyrra en þá náðum við 3 gæsum. En lítið bólaði á flugi þennan morgun. Við biðum í skurðinum eftir morgunfluginu og sáum að flestar gæsirnar flugu uppí berjamóa í staðinn fyrir að heimsækja okkur og byssurnar. Sniðugar gæsir!
Þrátt fyrir lítið flug þennan morgun, þá kom þó yfir okkur hópur gæsa sem við nýttum vel. Annar hópur kom stuttu síðar og afraksturinn voru 6 grágæsir sem við vorum mjög sáttir með. Veðrið var að lagast en strekkingsvindur varði áfram. Ef við hefðum hangið í skurðinum frameftir degi, þá hefðum við fengið á okkur helling af "seinnipartsgæs" eins og maður kallar þær þegar fuglinn kemur inn á túnin nokkrum tímum fyrir myrkur.
Arnór svaf báðar leiðirnar og Róbert jr líka. Það má segja að þetta hafi verið þægileg ferð og hæfilega veitt hjá okkur feðgum. Og það sem mestu skiptir, er að við vorum saman að gera eitthvað skemmtilegt sem skilur eftir sig minningar um góðan morgun á veiðum. Ég vona svo innilega að fleiri svona dagar eigi eftir að koma því það er fátt skemmtilegra en að veiða með sonum sínum. Læt hér fylgja nokkrar myndir úr túrnum okkar.
Róbert

Strákarnir voru bara hressir en þeir hafa nokkrum sinnum farið með mér á gæsaveiðar og síðast í Hrútafjörðinn í fyrra en þá náðum við 3 gæsum. En lítið bólaði á flugi þennan morgun. Við biðum í skurðinum eftir morgunfluginu og sáum að flestar gæsirnar flugu uppí berjamóa í staðinn fyrir að heimsækja okkur og byssurnar. Sniðugar gæsir!

Þrátt fyrir lítið flug þennan morgun, þá kom þó yfir okkur hópur gæsa sem við nýttum vel. Annar hópur kom stuttu síðar og afraksturinn voru 6 grágæsir sem við vorum mjög sáttir með. Veðrið var að lagast en strekkingsvindur varði áfram. Ef við hefðum hangið í skurðinum frameftir degi, þá hefðum við fengið á okkur helling af "seinnipartsgæs" eins og maður kallar þær þegar fuglinn kemur inn á túnin nokkrum tímum fyrir myrkur.

Arnór svaf báðar leiðirnar og Róbert jr líka. Það má segja að þetta hafi verið þægileg ferð og hæfilega veitt hjá okkur feðgum. Og það sem mestu skiptir, er að við vorum saman að gera eitthvað skemmtilegt sem skilur eftir sig minningar um góðan morgun á veiðum. Ég vona svo innilega að fleiri svona dagar eigi eftir að koma því það er fátt skemmtilegra en að veiða með sonum sínum. Læt hér fylgja nokkrar myndir úr túrnum okkar.

Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.