Leita í fréttum mbl.is

Hraðferð á heiðagæs

Menningarnóttin var í uppsiglingu og það er sjaldan sem ég hef nennt að vera í borginni á þeim Heidagaesaveidartíma, oftast verið á veiðum þessa helgi. Veðurspáin var ekki hliðholl útiveru á Miklatúni og ekki heldur til fjalla. En samt togaði eitthvað í mig og hugur minn sagði mér að skella mér úr bænum og fara til fjalla á heiðagæs. Í sjálfu sér hafði ég ekki hugmynd um hvert skyldi halda en lagðist yfir kortin og fann stað sem mér leist vel á að prófa. Brunaði því úr bænum eftir hádegið á laugardeginum og stefndi á hálendi Íslands.

Þegar af malbikinu var komið tók við jeppatroðningur sem var ansi lélegur á köflum. Þoka var á heiðinni, rigning og rok. Hvert í andskotanum er ég nú að fara,- hugsaði ég með mér þar sem ég vaggaði ofurhægt inní þokuna í einskinsmannsland. Skyldi ég finna heiðagæsatjörn eða árfarveg þar sem fuglinn kemur í náttstað? Þetta gat í raun farið á báða bóga en líklegt var að uppskeran yrði dræm. Því veiðimenn þurfa að kanna veiðilendur til heiða í langan tíma áður en farið er á veiðar. Finna hentugar tjarnir og helst á þeim stað sem engin hefur veitt sl daga. Þegar degi tók að halla fann ég eina góða drullutjörn á heiðinni í gegnum þokuna. Eitthvað var af skít á sandinum og fjaðrir víða í kringum tjörnina. Eins sá ég talvert af mannasporum sem sagði mér að þarna væri líklega búið að skjóta sl daga.14 heidagaesir

En valið var ekki erfitt. Þetta var það skásta sem í stöðunni var og ég stillti upp flotgæsum og settist á stein við tjörnina og beið klár í slaginn. Byssan fullhlaðinn, flauturnar um hálsinn og vasarnir fullir af skotum. Nú var bara að bíða eftir fuglinum og sjá hvort hann kæmi inn í færi. Um kl 21.30 kom fyrsti hópurinn inn á tjörnina og á móti vindinum eins og ég vissi. Það féllu 4 gæsir úr því flugi og ég var ánægður með það. Næsta flug kom skömmu síðar og þótt sá hópur væri lítill (10 fuglar) var hann þéttur og eftir skothríðina féllu 6 gæsir á tjörnina. Þegar ég var að sækja gæsirnar komu tvö önnur flug inn en ég náði því miður ekki að koma skoti á þá þar sem hendur mínar voru uppteknar við gæsaburð.

Nú var farið að rökkva heldur betur og varla skotbjart. Nú er þetta komið fínt,- sagði ég við sjálfan mig og hugðist pakka saman. Þá kom annað flug inn og ég flautaði þær beint á mig, tók eina niður og svo þegar þær tóku annan hring féllu 3 gæsir á tjörnina. 14 heiðagæsir lágu eftir ca 30 mín veiði en það er þessi venjulegi tími sem maður fær á heiðagæsina. Ég var að vonum rosalega ánægður með mína flugeldasýningu á minni eigin Menningarnótt upp til heiða. Keyrði svo heim eftir vel heppnaðan veiðitúr sem var farinn uppá von og óvon. En nú veit ég amk af einni góðri tjörn sem gefur kannski aftur vel á næstu vikum.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband