31.7.2008 | 09:18
Í kóngsins Köben
Ég gleymdi að segja frá því hér að við skelltum okkur til Danmerkur í júnímánuði með Róbert jr en það var smá leyndarmál með ferðina því hann hélt að hann væri á leið vestur til pabba síns í 2 vikur. Ég keyrði suður og svo var ákveðið að fljúga vestur. En þar sem sá stutti hefur aðeins einu sinni farið í flugvél til Spánar og ekkert innanlands, þá hélt hann að Keflavíkurflugvöllur væri sá flugvöllur sem sæi líka um innanlandsflugið. Þegar við vorum í morgunmatnum á vellinum spurði ég hann hvert hann langaði mest til að fara. Jú, Danmörk-var svarið. Jæja, þá breytum við bara flugmiðunum og skellum okkur til Danmerkur,- sagði ég við Róbert. Í fyrstu trúði hann þessu ekki en þegar hann opnaði umslag frá mömmu sinni með vasapeningum og sá að þeir voru danskir, þá varð minn maður aldeilis glaður og hoppaði eins og gormur um allt.
Við fórum að sjálfsögðu í Tívolíið og í ýmis skemmtileg tæki. Þorðum reyndar ekki í fallturninn en fórum í Krabbann sem var hrikalegur. Vissum ekkert hvaða tæki það var en tylltum okkur bara í sætin og svo fór allt á fullt og við skriðum niður tröppurnar náfölir eftir útreiðina. Við heimsóttum dýragarðinn, Rósagarðinn, sáum lífvarðaskiptin og heimsóttum Hafmeyjuna. Veðrið var frábært, steikjandi hiti og sól. Einnig var farið niður strikið og svo keyrði Gulli vinur okkar á rauða drekanum sínum okkur um allar sveitir sem var einstaklega fræðandi og forvitnilegt. Danmörk er falleg land og Köben hefur margt sögulegt að geyma. Svo var skokkað á Nýhöfnina og fengið sér ís í góða veðrinu. Eitthvað var verslað í Fiskitorfunni eins og venjulega er gert. En ferðin var meira farin fyrir Róbert litla sem naut þess í botn. Eftir það fór öll fjölskyldan vestur í Súgandafjörð á Sæluhelgina en ég mun setja myndir frá henni í albúmið síðar. Þeir sem áhuga hafa á að skoða myndirnar frá Danmörku geta séð þær í Myndaalbúminu t.v. á forsíðunni.
Róbert
Við fórum að sjálfsögðu í Tívolíið og í ýmis skemmtileg tæki. Þorðum reyndar ekki í fallturninn en fórum í Krabbann sem var hrikalegur. Vissum ekkert hvaða tæki það var en tylltum okkur bara í sætin og svo fór allt á fullt og við skriðum niður tröppurnar náfölir eftir útreiðina. Við heimsóttum dýragarðinn, Rósagarðinn, sáum lífvarðaskiptin og heimsóttum Hafmeyjuna. Veðrið var frábært, steikjandi hiti og sól. Einnig var farið niður strikið og svo keyrði Gulli vinur okkar á rauða drekanum sínum okkur um allar sveitir sem var einstaklega fræðandi og forvitnilegt. Danmörk er falleg land og Köben hefur margt sögulegt að geyma. Svo var skokkað á Nýhöfnina og fengið sér ís í góða veðrinu. Eitthvað var verslað í Fiskitorfunni eins og venjulega er gert. En ferðin var meira farin fyrir Róbert litla sem naut þess í botn. Eftir það fór öll fjölskyldan vestur í Súgandafjörð á Sæluhelgina en ég mun setja myndir frá henni í albúmið síðar. Þeir sem áhuga hafa á að skoða myndirnar frá Danmörku geta séð þær í Myndaalbúminu t.v. á forsíðunni.
Róbert
Athugasemdir
Hvurslags...Af hverju skaustu tér ekki í lestarferd til Jyderup??
tad hefur verid ædislegt í henni Køben eins og alltafOg skemmtilegt ad koma JR.svona á óvart.
Knús
Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 10:44
Gaman hjá ykkur Ég færi ekki í fallturninn þó að mér væri borgað fyrir það hehe
Lena pena, 31.7.2008 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.