Leita í fréttum mbl.is

Meira af stórum fiskum

Enn eru þýsku sjóstangaveiðimennirnir að setja í stóra fiska. Síðast liðinn sunnudag setti einn 18 kg skotuselur a sjostongveiðimaður í 18 kg skötusel sem þykir mjög stór skötuselur á sjóstöng, miðað við Íslandsmetið sem var sett í Ólafsvík árið 2005 en það er í dag 10,9 kg. Daginn eftir veiddu aðrir veiðimenn 13 kg skötusel og annan 12 kg og sá þriðji var um 11 kg. Sem sagt margbúið að slá Íslandsmetið hér fyrir utan Vestfirðina. Nokkrir 26 kg þorskar hafa veiðst í sumar og ótal 20 kg þorskar líka. Það er alveg með ólíkindum hversu sumir þorskarnir eru stórir. En ég hef nú uppfært Myndaalbúmið / Sjóstangaveiði all-hressilega og nú geta áhugasamir kíkt á myndirnar til sönnunar um þær sögur sem ég hef látið hér flakka. En meira um það síðar.

Myndina tók Julius Drewes af þýska veiðimanninum sem setti í 18 kg skötuselinn en sá bátur var frá Flateyri (Bobby-bátur frá Hvíldarkletti)

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir kæri Róbert ad bjóda mér í bloggvinahóp tinn.Tad verdur skemmtilegt ad fylgjast med tér og tínum og til hamingju med  Önnu systir tína og Gumma mág tinn.

Kv frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 25.7.2008 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband