24.6.2008 | 00:09
Viðburðarrík vika að baki
Læt hér fylgja nokkrar myndir frá síðustu viku sem var viðburðarrík í meira lagi. Svokölluð Festival-vika á vegum Angelreisen hófst sl þriðjudag hjá sjóstangarveiðimönnunum hér á Suðureyri og Flateyri sem þíðir að það er keppt um stærsta fisk í sem flestum tegundum. Menn hafa veitt vel af stórum þorskum, mikið af ýsu og eitthvað af steinbít. Nokkrir skötuselir hafa veiðst og einnig setti einn maður í mjög stóra lúðu sem skotið er á að hafi verið um 170 sm og í kringum 70-80 kg að þyngd í gærdag. Í kvöld sá ég myndbandsupptöku frá lúðuslagnum sem endaði með að veiðimaðurinn handskutlaði lúðuna og henti út belg með spotta. En allt kom fyrir en ekki, lúðan sleit sig lausa og synti niður til síns heima. Það var því vonsvikin veiðimaður sem þurfti að horfa á eftir, líklega í fyrsta og síðasta skiptið, sinni stærstu lúðu á hans 50 ára veiðiferli. Dóttir hans veiddi þó 16 kg þorsk sem er vænn fiskur og það gladdi faðir hennar sem missti lúðuna stóru.
Ég skrapp með nokkra aðila frá Angelreisen út í Staðardal í Vatnadalsvatnið þar sem við veiddum bleikjur á flugu í frábæru veðri. Einn úr hópnum náði að setja í 53 sm bleikju eða 3ja punda fisk sem er sá stærsti sem vitað er að veiðst hefur úr Vatnadalsvatninu að sögn Karls Guðmundssonar bónda í Bæ. Á laugardaginn grilluðum við svo um 40 hrefnuspjót handa þessum höfðingjum sem Félag Hrefnuveiðimanna sendi okkur til kynningar. Spjótin kláruðust og Þjóðverjarnir görguðu af hrifningu af þessu frábæra hráefni. Ég hugsa að það sé hægt að markaðasetja hrefnukjöt í mun meira mæli fyrir ferðamenn sem eru til í að smakka. Síðan skruppum við á Vagninn þar sem Siggi Björns trúbador lék af sinni alkunnu snilld á gítarinn og söng gamla slagara.
Og á sunnudeginum skruppum við á bæinn Bakka í Dýrafirði sem hefur nokkur lón full af eldisbleikju og regnbogasilung. Angelreisen-gaurarnir voru spenntir fyrir þessu sem valkost fyrir sína viðskiptavini í framtíðinni. Ég lánaði þeim þrjár flugustangir og veiddum við helling af 2-4 punda bleikjum úr lónunum sem voru síðan heitreyktar um kvöldið. Frábær sunnudagur að baki með hæfilegri útiveru og skemmtun.
Í dag, mánudag, veiddu Angelreisen-gaurarnir svo 28 kg lúðu út frá Önundarfirði en þess má geta að þeir hafa ekki haft möguleika á að komast á sjó alla vikuna því allir bátarnir voru uppteknir. Þvílík heppni hjá þeim að skjótast út seinni partinn og setja strax í lúðu. Einnig veiddu þeir á Gesti Kristinssyni ÍS 64 kg lúðu í dag á línuna sem fór beint á markað.
Læt þetta duga að sinni. Meira síðar
Kveðja
Róbert
Athugasemdir
Vá hvað var gaman hjá þessum sjóurum
Fengu líka svo fallegt veður allan tímann, verður til þess að þeir koma kannski bara oftar.
Það var gaman á Vagninum að hlusta á Sigga vin okkar Björns. Takk fyrir frábæra daga á Suðureyri. Hittumst fljótlega á eyrinni.
Kveðja til allra úr sólinni á Skaga
Anna Bja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:14
Tad vantar ekki fjörid hjá tér minn kæri.Man tegar ég bjó á Sudureyri og madur fór nidur á höfn med bala til ad kaupa hrefnukjöt..FYLLTANN....Tetta smakkadist eins og besta nautakjöt..Nammi namm mig langar bara í núna.....
KV frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 25.6.2008 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.