9.6.2008 | 13:38
34 kg lúða á haukalóð
Siggi Odds á Lukka ÍS setti í ágætis lúðu í gærdag hér út frá Súgandafirði en Siggi lagði haukalóð rétt fyrir helgi og fékk þessa einu á. Lúðan vó 34 kg og mældist 135 sm að lengd. Nú má búast við að fleiri heimamenn fari á lúðuveiðar á næstu dögum og vikum því allir vilja fá stórlúðu. Þýsku sjóstangaveiðimennirnir eru náttúrulega allir á eftir lúðum en það er meira heppni að setja í lúðu en gengur og gerist. Einn veiddi 11 kg steinbít sem er ansi góður fiskur en þess má geta að Íslandsmetið á sjóstöng er steinbítur sem vó rétt rúm 9 kg. Þjóðverjarnir eru fyrir löngu búnir að kafkeyra öll íslensku metin og rúmlega það. Við getum lært margt af þessum köllum og þá sérstaklega hvaða pilka og veiðarfæri þeir nota. Látum fylgja eina mynd af lúðunni hans Sigga.
Kveðja
Róbert
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.