Leita í fréttum mbl.is

Kappróður, beitingakeppni og lífið sjálft

Undanfarin vika hefur verið strembin en samt skemmtileg. Það er alltaf eitthvað að gerast hér í StefnirSúgandafirði þrátt fyrir smæð þorpsins. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um helgina eins og alltaf hér á Suðureyri. Auðvitað tók ég þátt í alls kyns sprelli til að gera daginn skemmtilegri fyrir mig og aðra gesti. Til að monta mig aðeins, þá tókum við þátt í kappróðrinum á Lóninu á laugardeginum og við náðum að skrapa í liðið á staðnum. Af okkur sjö í liðinu eru sex Súgfirðingar sem eru: Róbert Schmidt, Atli og Sigurþór Ómarssynir, Sveinbjörn Jónsson, Arnar Guðmundsson, Oddur Hannesson og síðan hann Steini hennar Halldóru Hannesdóttur. Fjögur karlalið skráðu sig til leiks og að sjálfsögðu náðum við besta tímanum og liðið var kallað Stefnir (eftir gamla íþróttafélaginu okkar). Einnig tók ég þátt í beitingarkeppni og náði að vinna hana með ágætis árangri og var IMG_8928hæfilega stoltur með þann bikar. Það skilaði sér loksins öll reynslan í beitingunni hér í denn. En svo hafnaði ég í öðru sæti í reipitogi og í fjórða sæti í kararóðri. Um að gera að vera með eins og maðurinn sagði forðum. Sæja tók þátt í reipitogi með hressum heimakonum og unnu þær þá keppni og hlutu bikar fyrir. Flott hjá þeim.

En það var svo margt annað sem gerði þessa Sjómannadagshelgi skemmtilega. Sjómannamessann var góð og mikið sungið og spilað. Hef reyndar aldrei farið í IMG_9111slíka messu áður en þar var m.a. Kjartan Þór Kjartansson heiðraður fyrir það afrek að bjarga mannslífi í byrjun maímánaðar þegar hann Ölli á Suðureyri ætlaði í rauðmagabátinn sinn en féll í sjóinn og mátti litlu muna að hann hefði það ekki af en hann var um 20 mín í sjónum þegar hann fékk aðstoð frá Kjartani og öðrum hraustum Súgfirðingum. Það er gott að menn gæta "bróður" síns.

Á laugardeginum fór ég með systrum mínum, þeim Jónu Þorgerði og Önnu Maríu ásamt þeirra mökum, Gumma og Birki, út í kirkjugarðinn í Staðardal í Súgandafirði á leiðið hennar Önnu systur IMG_8777okkar en hún lést aðeins 3ja mánaða gömul úr vöggudauða en hún kom á eftir Dóra bróðir í röðinni. Ég kom á eftir Önnu, svo Reynir, Anna og Gústi. Þrátt fyrir að við náðum aldrei að kynnast henni, þá förum við á leiðið með blóm og hreinsum til í kringum leiðið en mamma og Anna María hafa yfirleitt séð um þessa vitjun. Það var samt gott að koma í kirkjugarðinn með sínum ættingjum. Blessuð sé minning hennar.

Nýr sjóstangaveiðihópur kom í dag, þriðjudag og ekki blæs byrlega fyrir þeim því framundan er bræluspá og eiginlega út vikuna. Það þíðir að þeir verða frekar fúlir og eirðarlausir enda skiljanlegt. Annars hefur veiðin verið mjög góð hjá síðasta holli. Nokkrir bátar hafa sett í stórlúður en lúðurnar hafa vinninginn að IMG_9244þessu sinni. Ein áhöfnin hamaðist lengi við að ná einni risalúðunni upp en að endingu brotnaði stöngin og línan kubbaðist í sundur. En það er mikill lúðu-hugur í þessum körlum og vonandi veiðast fleiri í sumar. Þetta er allt að slípast eftir því sem líður á en samt verð ég að játa það að Þjóðverjar geta verið ansi stirðir og ákveðnir. Það er eins og að þeir hugsi alltaf um að einhver sé að svíkja þá. En margir eru mjög viðkunnanlegir. Líklega er þetta uppeldið þarna úti eða bara í þýska geninu! Hver veit. Samt eru Íslendingar líka mjög erfiðir í viðskiptum og öðru tengdu. Við erum svo sem ekki barnanna bestir.

Jæja, ég læt nokkrar myndir fylgja með þessari færslu. Hef einfaldlega ekki haft tíma til að skrifa hér inn vegna anna. En vonandi næ ég að setja eitthvað efni hér inn þegar tími gefst en það er oftast nær gert seint að kveldi eftir vinnu. Svo er ég líka að skrifa fréttir á www.sugandi.is Síðasta myndin er af Steina Imbu þegar hann skellti sér í sjóinn eftir kararóðurinn. Steini er sjómaður og fer alltaf í sjóinn á Sjómannadaginn.

Læt þetta duga að sinni.

Kveðja að vestan

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara yndislegt líf

Taka þátt í viðburðum til að skemmta sér og öðrum, svona á þetta að vera.  Gott að Sæja kom vestur til þín til að upplifa stemminguna í sveitinni..

Njótið lífsins

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svona eiga sjómannadagar að vera

Kæri bloggvinur, þú dast út hjá mér.  Getum við kippt því í liðinn hið fyrsta?  Kveðja

Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Passadu tig á tjódverjunum.....Djók.Er med einn slíkann.

Gód mynd af steina í sjónum.

Eigdu góda daga á Sudureyri.

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 9.6.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband