30.5.2008 | 01:54
Og meira af lúðum
Lúðuveiðin hér vestra byrjar vel því í gærdag veiddist 13,1 kg lúða út frá Flateyri á sjóstöng. Það varmaður að nafni Dieter frá þýskalandi sem setti í lúðuna og það tók hann 20 mín að landa henni. Lúðan mældist 108 sm að lengd. Dieter er 68 ára gamall og hefur veitt lúður í Kanada en þessi lúða er sú stærsta á hans ferli og var hann að vonum glaður með fenginn sinn. Einnig veiddist lítil lúða út frá Suðureyri í fyrradag en sú lúða vó 5 kg og mældist 86 sm að lengd.
Einnig veiddist 33 kg lúða á sjóstangaveiðibát frá Súðavík, þannig að þær eru að týnast upp blessaðar. Ýsu fiskiríið er að glæðast en á þessum árstíma kemur ýsan á grunnslóðina. Heimabátar eru að veiða vel en Hrefna ÍS kom að landi í dag með rúm 5 tonn af blönduðum afla. Þar voru nokkrir vænir hlýrar í kari og fékk ég hann Nonna til að lyfta einum vænum upp fyrir myndavélina.
Lífið er dásamlegt hér. Ég held svei mér þá að ég sé að breytast í sveitakall aftur. Það er spurning hvort ég nái mér suður í ágúst eða ekki. Ne, segi bara svona. En hér er gott að vera, mannlífið blómstrar og maður er farinn að komast vel inní þessa daglegu rútínu. Allir heilsa úti á götu og brosa. Samfélagið er lítið en þægilegt. Hér er ekkert stress í gangi, sólin skín og allir taka lífinu með stóískri ró. Hvað er hægt að biðja um betra?
Kveðja að vestan
Róbert
Athugasemdir
Yndislegt líf
Eigið góðann Sjómannadag, kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:28
veit ekki hvor er vigalegri... Nonni eda Hlyrinn...
Kvedja fra Hanstholm
Runar Karvel Gudmundsson
Runar Karvel (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.