28.5.2008 | 13:04
Þórunn Hanna er 17 ára í dag
Stjúpdóttir mín, hún Þórunn Hanna er 17 ára í dag (28. maí)
Til hamingju með afmælið elsku dúllan mín og nýja bílinn sem þú varst að kaupa. Í dag mun hún jafnframt taka verklega prófið í ökunáminu en hún er búin að vera ansi dugleg í vetur að keyra með mér á jeppanum og ykkur að segja, þá er hún mjög góður ökumaður. Nú getur maður loksins látið skutla sér hingað og þangað hehe....! Ég talaði við hana rétt eftir miðnætti í gær og þá var hún að koma heim eftir að hafa þrifið bílinn sinn hátt og lágt, ryksugað og bónað. Hún sefur út í glugga og fylgist með bílnum sínum með öðru auganu. Nú er þetta eins og að eiga lítið barn. Ég er sannfærður um að hún verði fyrirmyndar ökudama og það er öruggt að reykingar verða ekki leyfðar í hennar bíl.
Þórunn Hanna er einstök persóna og skemmtileg. Ótrúlega tilfinningasöm og blíð, með stórt hjarta og má aldrei sjá neitt aumt, því þá er hún alltaf fyrst til að rétta hjálparhönd. Þórunn er mikill stjórnandi í sér og ákveðin. Það verður að teljast kostur hjá stelpunni því hún kemst þannig áfram í námi og starfi. Mjög samviskusöm (nema þegar hún þarf að taka til í herberginu sínu en eru ekki allir unglingar þannig?) og gerir hlutina 100% og skilar verkefnum vel. Frábær námsmaður og stefnir hátt sem sýnir að hún er með metnað og greind í góðu lagi.
Þær mæðgur eru algerlega ein heild þótt þær séu ólíkar á ýmsum sviðum. Sæunn, móðir Þórunnar Hönnu hefur séð um að styðja hana í námi frá A til Ö og að auki er hún fjármálastjórinn hennar,- eins og Þórunn orðar það svo skemmtilega. En eitt er víst að þær geta ekki setið saman í bíl ef Þórunn er að keyra, því þá verður allt vitlaust Minnir mig stundum á þrjár ítalskar fjölskyldur í matarboði þegar þær byrja að kýtast undir stýri. En þess á milli eru þær báðar yndislegar við hvora aðra.
Ég sendi þér, elsku hjartans Þórunn mín, ástar- og saknaðarkveðjur héðan úr Villta Westrinu og enn og aftur til hamingju með 17 ára áfangann. Ég veit að hann skiptir þig miklu máli. Farðu gætilega í umferðinni og vertu róleg með bensínfótinn þinn. Aktu eins og þér var kennt að aka,- með öryggið í fyrirrúmi og mundu að það er ekki nóg að vera í rétti,- þú verður að gæta þín á svörtu sauðunum í umferðinni.
Elsku Sæunn,- til hamingju með dótturina.
Kveðja
Róbert pabbi á Suðureyri
Þórunn Hanna er einstök persóna og skemmtileg. Ótrúlega tilfinningasöm og blíð, með stórt hjarta og má aldrei sjá neitt aumt, því þá er hún alltaf fyrst til að rétta hjálparhönd. Þórunn er mikill stjórnandi í sér og ákveðin. Það verður að teljast kostur hjá stelpunni því hún kemst þannig áfram í námi og starfi. Mjög samviskusöm (nema þegar hún þarf að taka til í herberginu sínu en eru ekki allir unglingar þannig?) og gerir hlutina 100% og skilar verkefnum vel. Frábær námsmaður og stefnir hátt sem sýnir að hún er með metnað og greind í góðu lagi.
Þær mæðgur eru algerlega ein heild þótt þær séu ólíkar á ýmsum sviðum. Sæunn, móðir Þórunnar Hönnu hefur séð um að styðja hana í námi frá A til Ö og að auki er hún fjármálastjórinn hennar,- eins og Þórunn orðar það svo skemmtilega. En eitt er víst að þær geta ekki setið saman í bíl ef Þórunn er að keyra, því þá verður allt vitlaust Minnir mig stundum á þrjár ítalskar fjölskyldur í matarboði þegar þær byrja að kýtast undir stýri. En þess á milli eru þær báðar yndislegar við hvora aðra.
Ég sendi þér, elsku hjartans Þórunn mín, ástar- og saknaðarkveðjur héðan úr Villta Westrinu og enn og aftur til hamingju með 17 ára áfangann. Ég veit að hann skiptir þig miklu máli. Farðu gætilega í umferðinni og vertu róleg með bensínfótinn þinn. Aktu eins og þér var kennt að aka,- með öryggið í fyrirrúmi og mundu að það er ekki nóg að vera í rétti,- þú verður að gæta þín á svörtu sauðunum í umferðinni.
Elsku Sæunn,- til hamingju með dótturina.
Kveðja
Róbert pabbi á Suðureyri
Athugasemdir
Til hamingju með Þórunni
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 13:38
Til hamingju með dóttluna Róbert og Sæunn
Halldóra Hannesdóttir, 28.5.2008 kl. 14:12
Til hamingju með Þórunni Hönnu. Flott stelpa, já flottar mæðgur.
Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:58
Innilega til hamingju með Þórunni Hönnu og til hamingju Þórunn Hanna.
Kveðja til Sæunnar.
Kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.