Leita í fréttum mbl.is

Heim í fjörðinn minn

Á sunnudaginn  kemur, pakka ég einhverju dóti í jeppann og rúlla vestur í Súgandafjörð, minn Sudureyri i lognifæðingarstað og heimahaga. Ég fæddist á Suðureyri 12. apríl 1965 á Eyrargötu 17. Ég held að það séu komin 13-14 ár frá því ég flutti að vestan en nú liggur leið mín aftur vestur og nú til liðs við ferðaþjónustufyrirtækið Hvíldarklett www.fisherman.is sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í sjóstangaveiði. Þar mun ég starfa í sumar eða næstu 4 mánuði og ég hlakka til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem vinur minn Elías Guðmundsson bauð mér en hann er einn af eigendum Hvíldarkletts og framkvæmdarstjóri. Gríðarlegur fjöldi þýskra sjóstangaveiðimanna mun heimsækja Súgandafjörð í sumar eða hátt í 2000 manns ef ég fer rétt með. Óhætt er að segja að fyrirtækinu hafi vaxið fiskur um hrygg og á síðasta ári veiddist risalúða í fjarðarminni Súgandafjarðar sem vó 175 kg og mældist 240 sm að lengd. Þetta er líklega stærsta lúða sem veiðst hefur í Evrópu á sjóstöng!

Það verður gaman  að akra göturnar og sækja höfnina sem er lífæð þorpsins. Óhætt er að segja aðHlyri a sjostong allir þessir ferðamenn setja mikinn og líflegan svip á mannlífið í þessu litla og góða samfélagi sem Suðureyri er. Fjöllin standa vörð um litla þorpið og lognið heima getur stundum verið ólýsanlega mikið. Margir íbúar hafa flutt burtu en margir komið í staðin. Þannig gengur þetta fyrir sig allstaðar í kringum landið okkar og tímarnir breytast og mennirnir með.


Ef ég hef tök  á því að taka bátinn minn vestur, þá að sjálfsögðu geri ég það. Ekki slæmt að komast á sjó af og til, þó ekki væri nema renna fyrir þorsk eða kíkja inní fjörð. Þar sem allir bátar Hvíldarkletts verða uppteknir út sumarið, þá er líklega best að ég taka hann vestur. Ég reikna með að ég ljósmyndi mikið fyrir vestan og jafnvel færi inn einhverjar frásagnir á Storluda 175 kgwww.sugandi.is  þegar fram líða stundir. Það verður amk nóg að gera í vinnunni og þeir frítímar sem fást fara í að heimsækja íbúana heima og ættingja. Systir mín og fjölskylda hennar (Anna María Schmidt) býr í Bolungarvík en þangað er stutt að keyra. Talaði einmitt við Önnu í kvöld og við eigum örugglega eftir að grilla saman í sumar á meðan Gummi og Tinna taka lagið á gítarinn.

En þetta þíðir ekki að ég hætti að blogga. Hugsa frekar að ég eigi eftir að blogga meira en verið Hofnin a Sudureyrihefur. Það er að segja ef einhver nennir að lesa þetta bull mitt hér? Heyrumst hress.

Læt hér fylgja nokkrar myndir af síðunni www.fisherman.is 


Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Robbi, hvað þetta er spennandi hjá þér, liggur við að það verði vart við öfund hjá mér.  Væri flott að vera þarna yfir sumarið í logninu og stillunum sem geta verið svo mikil.  Þetta er ekki bara í minningunni þetta er svona.  Ég er að koma vestur eftir 2 vikur svo við hittumst þá líklega í Súgandacity Það er mikið líf og fjör að sjá þessa sjómenn sem arka um göturnar svo ánægðir með veiðina sína, líf á höfninni er landað er, allir safnast saman til að sjá hvað verið er að koma með að landi.  Já þetta verður svaka gaman hjá þér þarna í sumar.  Kv. af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er náttúrulega bara alveg frábært, eins og ég hef áður sagt, með för þína heim í fjörðinn okkar.  Þú verður örugglega réttur maður á réttum stað og ég hlakka til að lesa fréttirnar frá þér og sjá myndirnar.

Gangi ykkur vel með þetta frábæra ævintýri.

Sigrún Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Vertu bara velkominn "heim" Róbert minn, það verður örugglega líf og fjör í sumar hérna. Þetta með bátinn, það verður örugglega hægt að redda þér með bát á meðan þú ert að bíða eftir þínum, Steini er með eina tuðru hérna + mótor og býst ég nú alveg fastlega við að hann myndi leyfa þér að nota hann, þið eruð líkir með þetta hann vill vera öllum stundum útá sjó, hann vinnur við þetta og fer svo út á kvöldin þegar hann er kominn heim. Ég er nú með þessu veiðidellu líka finnst ógurlega gaman að sitja með mína veiðistöng og dorga mér er svo sem sama hvað kemur á stöngina svo framarlega sem eitthvað kemur, hef komið heim með ýsur sem voru svo notaðar í kvölmatinn  Að þeysast um fjörðinn að kvöldlagi um sumar er eitt að því yndislegasta sem til er og minn uppáhaldsstaður í firðinum að stoppa er hjá Míganda........þar er alveg frábært að sitja á stein í fjöruborðinu á meðan kvöldsólin sleikir kinnarnar, en endilega hafðu bara samband við okkur ég býst við að hann fari nú að setja hann á flot bráðum. Bestu kveðjur.

Halldóra Hannesdóttir, 16.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband