Leita í fréttum mbl.is

No Country For Old Men

Skellti mér á bíó  í gærkveldi á myndina No Country For Old Men. Söguþráðurinn er um fíkniefnaviðskipti sem fóru útum þúfur í óbyggðum V-Texas. Veiðimaður og fyrrum Víetnam-hermaður  (Josh Brolin) verður var við nokkra pick-up jeppa útí óbyggðum þar sem hann er á dýraveiðum. Svæðið er blóðvöllur. Mannslík og skotvopn liggja eins og hráviði um allt. Skömmu síðar no_country_for_old_men_medfinnur hann tösku fulla af peningum. Hann sér fyrir sér nýtt líf með unnustu sinni og felur töskuna. Ekki líður á löngu að hann er eltur af morðingja og geðsjúklingi ( Javier Bordem) sem á sér aðeins eitt markmið, að drepa þá sem verða á vegi hans. Aðferðir hans eru yfirvegaðar, úthugsaðar og mjög sérstakar. Lögreglumennirnir tveir sem rannsaka málin eiga í miklum erfiðleikum með að ráða í gáturnar og lögreglustjórinn (Tommy Lee Jones) fer sínar eigin leiðir sem eru margt fyrirsjáanlegar. Atriði í myndinni er tengjast ofbeldi eru skelfilega eðlileg og spennan er mikil. Þarna deila tveir gáfaðir menn um peninga út myndina og það er ekkert útséð með endirinn. Fyrir mína parta, mjög góð mynd þar sem margt óvænt gerist og ekki síst endirinn sem ég fer ekki nánar útí hér.

Myndin var tilnefnd til 8 Oscars-verðlauna en hlaut 4 Oscars-verðlaun í nótt. Þeir bræður Ethan og Joel Coen þökkuðu fyrir verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina á hátíðinni. Nýliðinn Javier Dardem hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Skora á kvikmyndaunnendur að missa ekki af No Country For Old Men.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, þetta er ræma sem maður þarf að sjá ásamt There will be blood. En hins vegar er þessi titill asni skemmtilegur miðað við færsluna á undan þ.e. þú á skarfaveiðum fyrir norðan og svo No country for old men ................ en þú ert svo helv..... fit, að þetta passar alls ekki.

Kv Ellznegger

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:11

2 identicon

Sæll Elli,

Já, þú segir nokkuð. "No Country For Old Cormorant Hunters" gæti myndin um mig kannski heitið en á meðan maður er við ágæta heilsu, þá falla þeir fyrir mér í bókstaflegri merkingu.

Kíktu inná nýju síðuna okkar fermingarsystkinana og skrifaðu comment þar. http//:ferming7879.blog.is

Ég sendi þér svo aðgangsorðin á meili.

Kv
Robbi

Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband