Leita í fréttum mbl.is

Helvítis grænmetið

Jæja, það kom að því.  Eftir öll þessi ár var ég löðrungaður með blautum ullarvettlingi á Bráðavaktinnijoklasalat við Hringbraut. Ég skammaðist mín. Ég vissi alltaf að þetta myndi enda svona en hélt reyndar innst inni að þetta gæti samt sloppið. Málið snýst um grænmeti. Já, grænmeti sem ég þoli ekki og borða sjaldan eða aldrei. Skreyti diskinn af og til með smá grænmeti en á endanum er það bara matarskraut. Eins og einhver góður orðaði það “ég er grænmetisæta á öðru stigi” Nákvæmlega. Ég er sá sem borða grænmetisæturnar.

Leiðindin hófust á laugardagsmorgni  með verkjum í vinstra kviðarholi. Þorrablót Súgfirðingafélagsins var sama dag og minn ætlaði sko ekki að fórna því fyrir einhvern magaverk. Harkaði því af mér og drakk minn bjór og át minn sviðakjamma með fjölskyldunni og góðum vinum. Morguninn eftir vaknaði ég enn verri og ekkert annað í stöðunni að kíkja til læknis. Eins og mig grunaði var ég sendur umsvifalaust á Bráðamóttökuna við Hringbraut. Röntgenmyndir, blóð- og þvagprufur, hitamælir og allur helv pakkinn. Ekkert fannst. Jú, því var strax slegið fram á Læknavaktinni að þetta gæti verið bólgur í ristli. Án þess að fara nánar út í það, þá grenjaði ég mig heim eftir 4 tíma í sjúkrarúminu. Það tókst en ég var bara í svokölluðu “leyfi”.

Mánudagur rann upp blautur  og sársaukafullur. Ég mætti aftur á Bráðavaktina og tékkaði mig inn.steik Beið á biðstofunni í rúma tvo tíma. Las flest þau blöð sem á borðinu voru t.d. Gestgjafann frá 1985, sama ár og dóttir mín fæddist, Farvís frá 1992, Lifandi vísindi, Hello, S&H o.fl ágæt tímarit. Fróðlegt. Svo kom hjúkrunarfræðingur til mín með lítra af vatni í könnu og bað mig kurteisilega að hella vatninu í mig fyrir sneiðmyndatöku. “Nú, jæja, það á sem sagt að fylla mann af vökva” Ég gerði eins og ég var beðinn um og drakk vatnið. Svo fékk ég voðalega langa og fína nál í höndina og slöngu með stútum. Þarna sat ég eins og sjúklingur og beið eftir “aftökusveitinni”.

Sneiðmyndatakan gekk  prýðilega vel. Þær dældu einhverju skuggaefni í handlegginn og mér volgnaði um skrokkinn. Biðstofan tók svo á móti mér og á ný tók ég til að fræðast niður blaðastæðuna. Þrír tímar liðu og ég var nú farinn að þekkja flest starfsfólkið þarna. Mér var líka hugsað um persónuna The Truman Show sem Jim Carrey lék svo vel hér um árið. Raunveruleikasjónvarp fylgdist með honum frá fæðingu og í lokin sigldi hann á vegginn í myndverinu á flótta frá bænum sínum út í lífið. “Hvar eru helv myndavélarnar”- hugsaði ég og skimaði í allar áttir. Nei, ussuss, það væri nú meiri þátturinn ef ég væri aðalleikarinn. Ekkert nema fugladráp út í gegn.

Svo kom ung ljóshærð  kona til mín og spurði mig til nafns. “Jú, ég er Róbert”,- svaraði ég og stóð upp með slönguna og allt draslið í hendinni. Niðurstöðurnar voru loksins komnar. “Ekkert sýklalyf getur bjargað þessu kallinn minn. Vertu duglegur að bryðja Parkódín og svo mikið af brauði og grænmeti.” Ég tók kipp. “Ég trúi þessu ekki. Grænmeti!” Þvílík martröð og þvílíkur dauðadómur. Á útleiðinni náði Prevention_VitaminAkonan í afgreiðslunni að krúnka mig um 20.000 kr fyrir það eitt að láta læknirinn minn segja mér að ég eigi að borða meira grænmeti. Þar fóru 9  Klst á biðstofu ofaní helvítis salatskálina. Þetta voru mikil vonbrigði. Ég fór að telja upp það grænmeti sem ég borða; kartöflur, gular baunir, paprika, sveppir, rabarbari, já, ekki gleyma honum. Og svo sykurbaunir og strengjabaunir. Reyndar borða ég þetta grænmeti með miklu magni af kjötmeti. Já, ég er og hef alltaf verið hreinræktuð kjötæta. Borða lítið af brauði og mjólkurvörum, aldrei smjör nema á bakaða kartöflu eða grillaðan maísstöngul. Hva, ég borða helling af grænmeti. Nei, það er ekki sama var mér sagt.

En mér líður sæmilega í dag.  Reyndar ekkert borðað mikið af grænmeti en þó nokkuð af brauði sem er alveg ágætt. Mín niðurstaða hefur alltaf verið til staðar. Ég bara vissi ekki alveg af henni. Hún er; ég er kjötæta og þarf meira grænmeti. Svo einfalt er það. Ég væri fínn í auglýsingu um grænmeti. “Þeir segja að það sé holt að borða grænmeti. Ég veit það ekki. Ég borða ekki grænmeti.”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur alltaf verið gaman að lesa texta sem þú setur á blað, þessi bloggsíða lofar góðu  

Kveðja
Elías
ellig.blogspot.com

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:11

2 identicon

Sæll kallinn, þú verður að henda einni og einni baun á diskinn .  Þú hefur bara fyrstu 50 árin sem kjötæta og seinni 50 árin sem grænmeti hehe....heppileg blanda.

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:55

3 identicon

Sælir félagar Elías og Ellert,

Já, grænmetið. Það er slungið helvíti. Ég er nú allur að braggast og nokkurn veginn búinn að ná heilsu. Grófa brauðið held ég áfram að borða en reyni að komast af með eins lítið grænmeti og ég mögulega get. Hvernig fóru þeir hér í denn að,- þegar ekkert var nema feitt kjöt og soðnar kartöflur? Spurning hvort þeir hafi ekki allir verið með ristilbólgur út í eitt?

Kveðja

Róbert

Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:20

4 identicon

Borða lágmark 300gr af grænmeti tvisvar á dag og svona 150 gr af kjöt

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:40

5 identicon

Sæl Lísa,

Ég hugsa að ég torgi ca 200-300gr af kjöti á dag og stundum meira. En 300gr af grænmeti..hmmm, ne, hef að ég held aldrei náð að borða svo mikið grænmeti á einum degi. En batnandi mönnum er best að lifa og ég ætla að taka mig á í þessum málum en mun trappa mig rólega upp í þessa áætluðu þyngd grænmetis sem mælt er með. En ég verð aldrei grænmetisæta, það er á kristaltæru
Kv
Róbert 

Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband