13.2.2008 | 15:44
Hvert fóru vetrarstillurnar?
Andskotans ótíð er búin að vera frá áramótum. Ég hef beðið klár með hólkinn og veiðigræjurnar nær
daglega í þeirri veiku von um að komast á veiðar. Annað hvort er of mikill vindur til að róa á kajak eða of mikill snjór til að komast á andaveiðar. Ég komst í klukkustundaróður í Hrútafirði fyrstu viku í janúar, náði tveimur hávellum og þurfti svo að berjast á móti brimi og roki til að ná landi. Síðan skrapp ég reyndar með Dúa vini mínum á andaveiðar í janúar og náðum við þá 10 fuglum sem er ágætis veiði.
Veiðitímabilið á skarfi og önd lýkur 15 mars nk, þannig að tíminn styttist verulega og hver fer að verða síðastur að ná sér í þessa góðu steik. Vetrarmánuðirnir; janúar, febrúar og mars eru notaðir í skarfaveiðina en venjulega veiði ég talsvert mikið af þessum skemmtilega fugli og á því nóg út árið. Frábær matur í veislur og sem veiðinesti. Tvímælalaust besti sjófuglinn í matreiðslu, sérstaklega ungur toppskarfur. En vonandi rætist úr tíðarfarinu og vetrarstillurnar líti dagsins ljós svo himinn og haf rennur í eitt.
Yfirleitt hef ég tjaldað til 2ja nátta í einni ferð yfirveturinn út í lítilli eyju sem er hálfgert sker. Hugsa að
þessi litla eyja sé varla meiri en 70 m að lengd og 30 á breidd. Skarfurinn sækir mikið í hana og fluglínan er sitthvoru megin við eyjuna. Stundum þegar snjór er yfir öllu og frost er úti, þá tjalda ég á skerinu og dvel þar í 1-2 daga. Hleð hugann af fersku sjávarlofti og bjartsýni. Tæmi svo í leiðinni út helvítis borgarstressið. Ég hreinlega get ekki beðið eftir að komast vestur/norður að veiða. Ætli ég verði bara ekki að semja við Sigga Storm um að spá logni næstu vikurnar 

Veiðitímabilið á skarfi og önd lýkur 15 mars nk, þannig að tíminn styttist verulega og hver fer að verða síðastur að ná sér í þessa góðu steik. Vetrarmánuðirnir; janúar, febrúar og mars eru notaðir í skarfaveiðina en venjulega veiði ég talsvert mikið af þessum skemmtilega fugli og á því nóg út árið. Frábær matur í veislur og sem veiðinesti. Tvímælalaust besti sjófuglinn í matreiðslu, sérstaklega ungur toppskarfur. En vonandi rætist úr tíðarfarinu og vetrarstillurnar líti dagsins ljós svo himinn og haf rennur í eitt.
Yfirleitt hef ég tjaldað til 2ja nátta í einni ferð yfirveturinn út í lítilli eyju sem er hálfgert sker. Hugsa að


Athugasemdir
Ég hef ekki enn ná í skarf í ár og það styttist í veiðibann eins og þú bendir á.
Sigurjón Þórðarson, 19.2.2008 kl. 22:55
Sæll Sigurjón,
Já, það styttist í annan endan á veiðitímabilinu. Ég ætla að reyna að ná mér í nokkra skarfa á fimmtudaginn. Þá spáir blíðu í Hrútafirði og við Snæfellsnes. Reikna með að fara á annan hvorn staðinn ef allt gengur eftir.
Kveðja
Róbert
Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.