12.2.2008 | 14:26
Frábært þorrablót Súgfirðingafélagsins
Súgfirðingar hafa nú haldið tvenn þorrablót. Annars vegar fyrir vestan og um sl helgi í Kópavogi en
það var Súgfirðingafélagið í Reykjavík sem stóð fyrir því. Í stuttu máli heppnaðist blótið frábærlega enda voru 159 manns í mat sem er metþátttaka frá upphafi. Sérstaklega var gaman að sjá allt það unga fólk sem mætti en mikil nauðsyn er að brúa kynslóðarbilið í Súgfirðingafélaginu með nýju og ungu fólki. Félagið er á réttri leið og eflist með hverjum mánuðinum sem líður. Að lokinni formlegri dagsskrá streymdu dansgestir í salinn. En áætlað er að þeir hafi verið rúmlega 30 talsins.
Nokkrir urðu veðurtepptir fyrir vestan en þó var flogið síðdegis á laugardeginum sem færði okkur
samt sem áður hressa Súgfirðinga. Þegar ég gekk um salinn og sá öll þessi ungu bros vissi ég að við stjórnarmenn erum á réttri leið með félagið. Þetta er hraustleikamerki sem verður að hlúa að. Stofnaðir verða ungliða-vinnuhópar innan félagsins sem sér um að sameina fjölmarga yngri árganga og koma með nýjar hugmyndir í félagsstarfið.
Læt þetta duga að sinni. Heilsan hefur víst ekki verið uppá marga fiska síðustu daga. Ligg með ristilbólgu heima og bryð verkjalyf.
Efri myndin: Ég með Berglindi dóttur minni.
Neðri myndin: Hallgerður, Inga, Þorgerður og Alda
Róbert

Nokkrir urðu veðurtepptir fyrir vestan en þó var flogið síðdegis á laugardeginum sem færði okkur

Læt þetta duga að sinni. Heilsan hefur víst ekki verið uppá marga fiska síðustu daga. Ligg með ristilbólgu heima og bryð verkjalyf.
Efri myndin: Ég með Berglindi dóttur minni.
Neðri myndin: Hallgerður, Inga, Þorgerður og Alda
Róbert
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
Athugasemdir
Flott að vel hafi tekist til, alltaf gott að vera í góðra vina hópi
. Vonandi batnar þér sem fyrst, gaman að lesa pistlana þína. Góð kveðja til þín og þinna. ps. mikið svakalega er langt síðan að ég hef séð hana Berglindi, hún var bara pínulítil skotta þegar ég sá hana síðast
.
Halldóra Hannesdóttir, 12.2.2008 kl. 22:46
Ég held að ristilbólgurnar stafi af of miklu hagla áti
......allir sundurskotnu sjófuglarnir eru að hefna sín.
Djö ... hefði verið gaman að tjútta (manstu:)) á þorrablóti.
Kv Ellert
Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.