Leita í fréttum mbl.is

Minnihlutahópur mótmælir reykingarbanni

Hvað er þetta með þessa kráareigendur í miðbænum! Nú vilja þeir hunsa reykingarbannið í 29mótmælaskyni við léleg lög. Tíu til fimmtán kráareigendur leyfðu reykingar á sínum krám í gær sem er vissulega lögbrot. Samt eru þeir fylgjandi reykingarbanninu. “Refsiákvæði vatnar og skortur á úrræðum fyrir kráareigendur til að koma upp reykingaaðstöðu,“ - segir Kormákur Geirharðsson, sem oft mótmælir hinu og þessu í fjölmiðlum, líklega til að vekja athygli á sínu fyrirtæki. Í könnun sem Gallup gerði 2006 kemur skýrt fram að þrír af hverjum fjórum eru hlynntir reykingarbanni á veitingahúsum og kaffihúsum. Fleiri kannanir sýna t.d. að 73% er hlynnt banninu.

Á að leyfa einhverjum minnihluta að valta yfir reykingarbannið með kráareigendum í broddi no-smokingfylkingar? Og til hvers? Jú, svo reksturinn gangi hjá þeim. Fyrir það fyrsta eru kráareigendur að brjóta lög gegn starfsmönnum sínum. Það er ekkert verið að hugsa um krabbameinsvaldandi sígarettureyk sem reyklausir gestir og starfsmenn þurfa að anda ofaní sig. Þetta eru máttlaus mótmæli minnihlutahóps sem vill ekki virða þau lög og reglur sem sett hafa verið á víða um heiminn. Enn og aftur þurfa minnihlutamótmælendur að traðka á réttindum fólks. Það á ekki að hlusta á svona rökfærslur. Mér sýnist lögin vera ágætlega skýr.


Kráareigendur bera því við að þeir geti ekki hugsað sér að senda reykingagesti sína út í óveður og passive-smoking-babysnjókomu að ótta við að missa viðskipti. Nákvæmlega. Þarna er verið að gæta hagsmuna fárra knæpueigenda og brjóta þess vegna vísvitandi á fólki sem vill tylla sér með einn ískaldann eða kaffi án þess að anda ofaní sig sígarettureyk. Ég held að flest reykingarfólk viti uppá sig skömmina sem fylgir reykingum. Bölvaður sóðaskapur og það ekkert sem mælir með reykingum. En það er virðingarvert þegar fólk tekur tillit til þeirra sem ekki reykja og sérstaklega barna. Að reykja ofan í barnið sitt og önnur börn er ófyrirgefanlegt og algjör forheimska að mínu viti. Sjálfur reykti ég til tvítugs og hef því verið reyklaus í tæp 23 ár. Drap bara í og fór létt með það. Viljinn er allt sem þarf.

http://www.lydheilsustod.is/greinar/greinasafn/tobak/nr/2050
  

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er nú varla mikið mál að drepa í tvítugur! Þá er maður nú varla búinn að reykja í mörg ár!?

Annars er ég nokkuð sammála þér, meirihlutinn vill reyklausa staði og meirihlutinn á að sjálfsögðu að fara með úrslitavald, sbr. í kosningunum. Svo er aftur annar handleggur hvort að þessi téði meirihluti er yfirhöfuð það fólk sem heldur krám og skemmtistöðum uppi? Mikill samdráttur segja veitingamenn, síðan bannið tók gildi.

Ég reykti í tuttugu ár og það var skal ég þér segja ekki auðvelt að drepa í. En viljinn bjargar mér :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.2.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband