29.1.2008 | 10:59
52 dagar í helvíti
Fyrir hart nær 12 árum er ég ákvað að yfirgefa mitt fæðingarþorp og fjörðinn minn fallega fór ég í höfuðborgina og beint á sjóinn. Alla leið í Barentshafið, kolsvarta og botnlausa helvítið, sem var í tísku þá. Ég man vel hvað mér kveið fyrir stíminu sem tók 4-5 sólahringa. Ég tók með mér sjógallann og teikniblokkina, undirbúinn fyrir útlegðina miklu sem gæti tekið 40 daga. Skítt með það, allt eins gott að vagga í myrkri úthafsins og stíga öldurnar, heldur en að lepja dauðann úr skel í borginni. Það var eins og ég óttaðist borgina og leitaði því á mið sem ég þekkti, ískaldan sjóinn, ferska loftið og múkkagargið.
Sjóveikin stökk á mig eins og draugur úr kojunni strax á fyrsta degi. Ælan sat á öxlinni og beið færis. Olíufnykurinn lagði um vistarverur. Í þessum stáltanki var ég læstur inni næsta einn og hálfan mánuð og tankurinn vaggaði vinstri hægri. Erfitt var að finna taktinn með æluna í kokinu. Hvítur, grænn og blár. Skipti engu, ælan beið glottandi á öxlinni. En ég vissi að maturinn yrði að fara niður þrátt fyrir ólystina. Á fimmta degi var hörundslitur minn orðinn nokkurn veginn eðlilegur, grísableikur og flekkóttur. Eyjólfur var að hressast! Ég virti fyrir mér alla karlana. Þeir áttu hver sína kaffikönnu og sæti í messanum. Horfðu tilfinningalausir og grútmyglaðir niður í græna borðdúkinn sem hélt súpudisknum kyrrum. En súpan hallaðist útfyrir, andskotans helvítis djöfuls bræluskítur alltaf hreint.
Kojan mín var ósköp þröng og stutt. Samt nógu stór fyrir svona strikamerki eins og mig. Kojurnar voru hannaðar sérstaklega með það í huga að skipverjar gætu skorðað sig í miklum veltingi, með annað hnéð uppí vegginn, samt á maganum með vinstri höndina meðfram síðunni, eða í svokallaðri læstri stellingu. Það var alltaf djöfull gott að skríða uppí kojuna eftir vaktina. Kojan var besti vinurinn. Hún geymdi gleði og sorg, ruggaði mér í svefninn þegar ég hugsaði heim. Hún var mitt ruggandi rúm í stórum stáltanki með niðdjúpt hafið allt í kring. Og koddinn var bangsinn minn sem ég hélt fast um eins og lítið barn gerir ósjálfrátt.
En dagarnir liðuog veiðin var lítil. Ég náði að safna kröftum á meðan og borðaði vel. Það var aldrei skortur á mat og heldur ekki skortur á heimþrá. En samt náði ég að aðlagast Smugulífinu eins og hinir karlarnir. Teikniblokkin hjálpaði mér að finna gleðina og veitti hinum ókeypis bros. Jú, það var skemmtilegt að sjá félagana hópast saman í messanum yfir nýjasta fórnarlambinu. Nú var það kokkurinn. Þeir hlógu eins og brjálæðingar, hengdu teikninguna upp og glottu stríðnislega þegar hann kom kjagandi. En þegar fleiri skopmyndir bættust á vegginn, kveið hinum fyrir þegar röðin kæmi að þeim. Einn reif myndina af sér og henti henni í ruslið. Ég teiknaði þá bara nýja. Frívaktirnar fóru oft í að sitja í kojunni og afmynda og ýkja vinnufélaga mína. Elsti bróðir minn, Dóri, var í næsta klefa. Hann kom alltaf inn brosandi og spurði " Robbi, hver er næstur?" "Leyfðu mér að sjá, ég skal lofa að segja engum frá"
Þótt skopmyndirnar léttu okkur lundina af og til, var myrkrið úti bleksvart og kalt. Ljóstýrur frá öðrum skipum í grennd sagði okkur að fleiri væru fastir í helgreipum úthafsins og langur vegur heim. Okkur barst frétt um skipverja á ónefndum togara sem kaus að enda líf sitt í norðuríshafinu. Hann stökk út í myrkrið og hafið tók hann samstundis, hann króknaði, sökk niður í undirdjúpið sem enginn þekkir nema drukknaðir menn og fiskarnir sem þar synda. Hann þoldi ekki einangrunina og steig út í eilífðina, kvaddi þetta samfélag skipa og fiska ungur að aldri. Okkur var brugðið og við vorum þöglir.
Flestir hugsuðu stíft heim, hugsuðu um börnin sín og konur. Þeir söknuðu þeirra sárt. Tilfinningar brustu á koddanum og tár drekkhlaðin af sorg runnu niður kinnar á skeggjuðum hraustmennum. Jaxlarnir gnístu í gegnum sársaukann og krepptir hnefarnir hvítnuðu í ljóslausri kojunni. Þeim langar öllum heim. Helvítis myrkrið endalausa. Við komumst ekkert. Engin vissi hvort það var nótt eða dagur. Þeir sem hringdu heim í gegnum talstöðina urðu bara aumari og reiðari. Aðrir hugsuðu bara um að vinna og dreifðu huganum um vistarverurnar. Þær týnast í stiganum og sogast upp í brú, útum gluggann þar sem skipstjórinn situr grár í framan. Hann hugsar bara um fisk og aftur fisk. "Helvítis hákarlar. Þeir eru verðlausir. Hendið þeim í hafið," gargaði hann í gegnum kallkerfið.
Aflaleysið ýtti skipinu heim. Bjarga átti túrnum með nokkrum hölum á Halamiðum. Okkur fannst myrkrið ekki eins svart fyrir utan Vestfirði. Kannski vegna þess að stutt var í land. Við vorum lausir úr vistinni ógurlegu. Létt var yfir mönnum enda vanir að vinna alla vaktirnar sínar, því þá gleymdu þeir sorginni og heimþránni. Sofnuðu þreyttir á koddann. Skopmyndirnar héngu allar í messanum og Grétar hagyrðingur hafði skreytt þær með vísum um skipverjana. Það var sem sagt myndlistarsýning í Smugunni, hvað sem hver segir. Menn brostu meira. Túrinn var á enda. Landstím á morgun. Fréttin var fljót um alla stiga, uppí allar kojur og niður í vél. Það var þrifið með burstum og sjó, tónlistin hljómaði um skipið sem skreið örugglega að landi. Rakspírailmurinn sveif um dekkið þar sem nokkrir skipverjar stóðu og skimuðu eftir fjöllum og tindum. Með ferskan vindinn í fangið reyktu þeir síðustu sígaretturnar. Helvítis eymdin þarna í íshafinu. 52 dagar í helvíti.
Það tók ekki nemaörfáar mínútur að pakka sér niður. Sjópokinn, tannburstinn og blýanturinn. Teikniblokkin var tóm. Blöðin hennar prýddi messann og kokkurinn flautaði lag. Skipverjarnir bundu skipið tryggilega. Gramsið var borið niður landganginn og á kajanum biðu konurnar en sumar voru í vinnunni. Aðrir þurftu að fljúga suður eða norður til síns heima. Menn brostu. Landfastir með sjóriðu hélt hver í sína átt. Túrnum var lokið. Hann var kannski ekki svo slæmur eftir allt. En það er fátt sem mælir með Smugulífinu, það verð ég að segja.
Góðar stundir
Sjóveikin stökk á mig eins og draugur úr kojunni strax á fyrsta degi. Ælan sat á öxlinni og beið færis. Olíufnykurinn lagði um vistarverur. Í þessum stáltanki var ég læstur inni næsta einn og hálfan mánuð og tankurinn vaggaði vinstri hægri. Erfitt var að finna taktinn með æluna í kokinu. Hvítur, grænn og blár. Skipti engu, ælan beið glottandi á öxlinni. En ég vissi að maturinn yrði að fara niður þrátt fyrir ólystina. Á fimmta degi var hörundslitur minn orðinn nokkurn veginn eðlilegur, grísableikur og flekkóttur. Eyjólfur var að hressast! Ég virti fyrir mér alla karlana. Þeir áttu hver sína kaffikönnu og sæti í messanum. Horfðu tilfinningalausir og grútmyglaðir niður í græna borðdúkinn sem hélt súpudisknum kyrrum. En súpan hallaðist útfyrir, andskotans helvítis djöfuls bræluskítur alltaf hreint.
Kojan mín var ósköp þröng og stutt. Samt nógu stór fyrir svona strikamerki eins og mig. Kojurnar voru hannaðar sérstaklega með það í huga að skipverjar gætu skorðað sig í miklum veltingi, með annað hnéð uppí vegginn, samt á maganum með vinstri höndina meðfram síðunni, eða í svokallaðri læstri stellingu. Það var alltaf djöfull gott að skríða uppí kojuna eftir vaktina. Kojan var besti vinurinn. Hún geymdi gleði og sorg, ruggaði mér í svefninn þegar ég hugsaði heim. Hún var mitt ruggandi rúm í stórum stáltanki með niðdjúpt hafið allt í kring. Og koddinn var bangsinn minn sem ég hélt fast um eins og lítið barn gerir ósjálfrátt.
En dagarnir liðuog veiðin var lítil. Ég náði að safna kröftum á meðan og borðaði vel. Það var aldrei skortur á mat og heldur ekki skortur á heimþrá. En samt náði ég að aðlagast Smugulífinu eins og hinir karlarnir. Teikniblokkin hjálpaði mér að finna gleðina og veitti hinum ókeypis bros. Jú, það var skemmtilegt að sjá félagana hópast saman í messanum yfir nýjasta fórnarlambinu. Nú var það kokkurinn. Þeir hlógu eins og brjálæðingar, hengdu teikninguna upp og glottu stríðnislega þegar hann kom kjagandi. En þegar fleiri skopmyndir bættust á vegginn, kveið hinum fyrir þegar röðin kæmi að þeim. Einn reif myndina af sér og henti henni í ruslið. Ég teiknaði þá bara nýja. Frívaktirnar fóru oft í að sitja í kojunni og afmynda og ýkja vinnufélaga mína. Elsti bróðir minn, Dóri, var í næsta klefa. Hann kom alltaf inn brosandi og spurði " Robbi, hver er næstur?" "Leyfðu mér að sjá, ég skal lofa að segja engum frá"
Þótt skopmyndirnar léttu okkur lundina af og til, var myrkrið úti bleksvart og kalt. Ljóstýrur frá öðrum skipum í grennd sagði okkur að fleiri væru fastir í helgreipum úthafsins og langur vegur heim. Okkur barst frétt um skipverja á ónefndum togara sem kaus að enda líf sitt í norðuríshafinu. Hann stökk út í myrkrið og hafið tók hann samstundis, hann króknaði, sökk niður í undirdjúpið sem enginn þekkir nema drukknaðir menn og fiskarnir sem þar synda. Hann þoldi ekki einangrunina og steig út í eilífðina, kvaddi þetta samfélag skipa og fiska ungur að aldri. Okkur var brugðið og við vorum þöglir.
Flestir hugsuðu stíft heim, hugsuðu um börnin sín og konur. Þeir söknuðu þeirra sárt. Tilfinningar brustu á koddanum og tár drekkhlaðin af sorg runnu niður kinnar á skeggjuðum hraustmennum. Jaxlarnir gnístu í gegnum sársaukann og krepptir hnefarnir hvítnuðu í ljóslausri kojunni. Þeim langar öllum heim. Helvítis myrkrið endalausa. Við komumst ekkert. Engin vissi hvort það var nótt eða dagur. Þeir sem hringdu heim í gegnum talstöðina urðu bara aumari og reiðari. Aðrir hugsuðu bara um að vinna og dreifðu huganum um vistarverurnar. Þær týnast í stiganum og sogast upp í brú, útum gluggann þar sem skipstjórinn situr grár í framan. Hann hugsar bara um fisk og aftur fisk. "Helvítis hákarlar. Þeir eru verðlausir. Hendið þeim í hafið," gargaði hann í gegnum kallkerfið.
Aflaleysið ýtti skipinu heim. Bjarga átti túrnum með nokkrum hölum á Halamiðum. Okkur fannst myrkrið ekki eins svart fyrir utan Vestfirði. Kannski vegna þess að stutt var í land. Við vorum lausir úr vistinni ógurlegu. Létt var yfir mönnum enda vanir að vinna alla vaktirnar sínar, því þá gleymdu þeir sorginni og heimþránni. Sofnuðu þreyttir á koddann. Skopmyndirnar héngu allar í messanum og Grétar hagyrðingur hafði skreytt þær með vísum um skipverjana. Það var sem sagt myndlistarsýning í Smugunni, hvað sem hver segir. Menn brostu meira. Túrinn var á enda. Landstím á morgun. Fréttin var fljót um alla stiga, uppí allar kojur og niður í vél. Það var þrifið með burstum og sjó, tónlistin hljómaði um skipið sem skreið örugglega að landi. Rakspírailmurinn sveif um dekkið þar sem nokkrir skipverjar stóðu og skimuðu eftir fjöllum og tindum. Með ferskan vindinn í fangið reyktu þeir síðustu sígaretturnar. Helvítis eymdin þarna í íshafinu. 52 dagar í helvíti.
Það tók ekki nemaörfáar mínútur að pakka sér niður. Sjópokinn, tannburstinn og blýanturinn. Teikniblokkin var tóm. Blöðin hennar prýddi messann og kokkurinn flautaði lag. Skipverjarnir bundu skipið tryggilega. Gramsið var borið niður landganginn og á kajanum biðu konurnar en sumar voru í vinnunni. Aðrir þurftu að fljúga suður eða norður til síns heima. Menn brostu. Landfastir með sjóriðu hélt hver í sína átt. Túrnum var lokið. Hann var kannski ekki svo slæmur eftir allt. En það er fátt sem mælir með Smugulífinu, það verð ég að segja.
Góðar stundir
Athugasemdir
Góður pistill, skil þig vel, var sjáfur um 110 daga á erlendu skipi í Barentshafi við slæman kost,
arnbjörn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:21
Sæll kallinn minn, þú ert kominn í bloggfenið Ég var þar um tíma en gafst upp. Þetta er fjörugt samfélag, þetta blogg.
En gaman að fá sögurnar þínar og spjallið, þú ert frábær sögumaður og nærð að gera frásögnina litríka og skemmtilega. Kryddið hjá þér eru húmor, kaldhæðni og frábærar persónulýsingar.
Verð áskrifandi að blogginu þínu.
Kv Elli sú.
Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:34
Sæll fóstbróðir Ellert,
Já, ég lét vaða í blogg-heiminn og kannski hrökklast ég þaðan fljótt! En samt gaman á meðan maður hefur tíma til. Veit ekkert hvort einhverjir nenna að lesa þetta bull mitt og hvað lengi ég endist hér. En bestu kveðjur norður. Hefði viljað sjá þig á þorrablótinu 9 feb en það verður þétt setið að þessu sinni, aldrei eins og vant.
Kveðja
Róbert
Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:12
5 stjörnur !! Ég hefði nú viljað sjá ykkur öll skólasystkinin mín á þorrablótinu sem verður hérna á laugardaginn, draumur sem kannski rætist einhverntímann . Haltu áfram að blogga Róbert minn gott að byrja morgnana á góðum kaffibolla og skemmtilegri lesningu.
kveðja Halldóra.
Halldóra Hannesdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 08:06
Frábær lesning Róbert minn!
Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir "hetjum hafsins"! hvað annað eftir að hafa alist upp með þeim "allt í kring"! Virðing mín jókst til muna eftir að Bragi Ólafs fékk mig sem aðstoðarkokk í fyrsta túr Siggu Þorbjarnar sem aðalkokks á Ólafi Friðbertssyni um árið! Ég ældi lifur og lungum í 4 daga, en var svo "heppin" að það slasaðist maður um borð, sem flytja þurfti í land! ´Eg var á undan hinum slasaða frá borði og ekkert hefði fengið mig til að fara aftur um borð! Ekki einu sinni skömm bræðra minna á "aumingjaskapnum" í mér!!
Takk fyrir kveðjuna, Þú kannski kennir mér á bloggið við tækifæri!!
Sjáumst á Þorrablótinu! Kv. Sigrún Jónsd.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:30
halkatla, 1.2.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.