Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
8.3.2011 | 17:44
Á annað hundrað manns skráðir á Súgfirðingafagnaðinn
Súgfirðingafélagið í Reykjavík stendur fyrir Súgfirðingafagnaði og balli nk laugardag (12.mars) í HK-salnum í Fagralundi í Kópavogi. Alls hafa á annað hundrað manns skráð sig á fagnaðinn en hann samanstendur af matarhlaðborði, skemmtun og balli. Miðar voru sóttir og greiddir í gærkveldi, mánudagskvöld. Verð á fagnaðinn er 4.400 kr per mann. Þeir sem komast einungis á ballið sjálft geta mætt á staðinn og greitt 1.500 kr fyrir miðann en það hefst kl 23.30.
Heyrst hefur að Vesturport-systkinin Gísli Örn Garðarsson og Rakel Garðarsdóttir ætli að fjölmenna á Súgfirðingafagnaðinn en þess má geta að þau eiga ættir sínar að rekja til Súgandafjarðar. Búast má við fjölda manns á ballið sem verður örugglega fjörugt og skemmtilegt.
Allir á Súgfirðingaball á laugardaginn :)
Kveðja
Róbert Schmidt
Bloggar | Breytt 9.3.2011 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2011 | 15:11
Stefnir í gott Súgfirðingaball
Samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Súgfirðingafélagsins í Reykjavík eru rúmlega 90 miðar bókaðir á Súgfirðingaballið sem verður nk laugardag 12. mars í HK-salnum Fagralundi í Kópavogi. Sjá nánar dagskrá á meðfylgjandi auglýsingu.
Búast má við fleirum á ballið sjálft sem hefst uppúr kl 23.00 að venju. Ég hvet alla að mæta á þennan ekta súgfirska mannfagnað, hvort sem heldur á matinn, skemmtunina eða bara á ballið sjálft.
Kveðja
Robbi Schmidt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Stemningin var við völd á tónleikum Kaleo
- Ísland hefur umbreytt sinfónískum hljómi
- Vilja tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig
- Aukin aðsókn í fæðingar utan sjúkrahúsa
- Kærum vísað frá úrskurðarnefnd
- Einn fékk fyrsta vinning
- Vigdís: Verkjaði í réttlætistaugina
- Gagnrýnir stjórnvöld vegna stöðunnar í Grindavík
Erlent
- Ísraelsher stöðvaði hjálparbátinn Handala
- Finnar staupa sig á rafskútunum
- Kalla eftir tafarlausu vopnahléi
- Verkföll setja flugsamgöngur úr skorðum
- Yfirborðshiti allt að 23,8 gráður
- Aldrei upplýstur um að nafn hans væri í skjölunum
- Afstaðan óbreytt: Palestína ekki sjálfstætt ríki
- Bjargaði færri mannslífum en fyrst var talið