Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
22.1.2010 | 19:06
Fékk mér stórskötu á hafnarvigtinni í tilefni Bóndadagsins
Ævar Einars og Valli Hallbjörns voru með opið hús á hafnarvigtinni í dag og buðu uppá saltaða og
kæsta stórskötu, kartöflur, flot og hvítlauksolíu í meðlæti í tilefni Bóndadagsins. Ég hef aldrei lært að borða skötu þrátt fyrir margar tilraunir en lét mig hafa það að smakka stórskötuna sem var mjög góð. Skutlaði í mig einum ísköldum bjór með og tók þátt í skemmtilegum umræðum með hressum körlum á vigtinni.
Það er búið að vera bræluskítur alla vikuna og það snjóaði lítillega í dag. Það gaf reyndar á sjó 1-2 daga í vikunni sem flestir smábátar nýttu sér. Lítill sem engin snjór er í þorpinu þrátt fyrir hávetur.
Svo skelli ég mér á handboltaleik á Talisman annað kvöld en þangað mætir 25-
30 manna hópur stuðningsmanna landsliðsins reglulega til að fylgjast með gengi liðsins sem verið hefur ansi sérkennilegt sl leiki. Enn er ekkert tap komið en báðir leikirnir á undan hefðu átt að enda með sigri Íslands en svona er handboltinn.
Kveðja
Robbi Schmidt

Það er búið að vera bræluskítur alla vikuna og það snjóaði lítillega í dag. Það gaf reyndar á sjó 1-2 daga í vikunni sem flestir smábátar nýttu sér. Lítill sem engin snjór er í þorpinu þrátt fyrir hávetur.
Svo skelli ég mér á handboltaleik á Talisman annað kvöld en þangað mætir 25-

Kveðja
Robbi Schmidt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)