Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2009

Á svartfuglsveiđum í Djúpinu

Skrapp á svartfuglsveiđar međ mági mínum, Guđmundi Óskari Reynissyni frá Bolungarvík á 5kosningardaginn í ágćtis veđri um Ísafjarđardjúpiđ. Fundum fuglinn frekar seint en hann var mjög dreifđur ţar til rétti bletturinn fannst. Viđ veiddum 90 fugla sem var samblanda af langvíu, álku, lunda og teistu. Vestfirđingar hafa veitt ágćtlega af svartfugli í og viđ Ísafjarđardjúp sl vikurnar en veiđitímabili á svartfugli líkur 10. maí nk.

Kveđja

Róbert

Vetrarríki á Vestfjörđum

Bloggfćrslum mínum hefur fćkkađ verulega eins og lesendur hafa orđiđ varir viđ en ţó get ég sagt Sumard 30ţađ ađ ég er kominn vestur í Súgandafjörđ til starfa hjá Fisherman sem sjóstangaveiđileiđsögumađur og reikna ég međ ađ ég verđi hér fram í fyrstu viku í ágúst. Til stóđ ađ ég fćri vestur í byrjun júní og starfađi út júlí en ţetta breyttist um páskana. Ég hef fengiđ leigt fallegt einbýlishús í hjarta bćjarins og veit ađ hér mun mér líđa vel í allt sumar. Undanfarna daga hef ég starfađ međ Guđmundi Svavarssyni viđ viđhald og undirbúning komandi vertíđar sem hefst um miđjan maímánuđ. Framundan er sjósetning tćplega 20 báta en ţrír eru komnir á flot. Flotinn okkar hefur ađ geyma 22 Seiglu hrađbáta sem brúkađir eru sem sjóstangaveiđibátar fyrir erlenda sem innlenda veiđimenn.

Á Sumardaginn fyrsta snjóađi mikiđ hér vestra og einnig í dag. Hér er talsverđur snjór og Bjarni á gröfunni er búinn ađ vera ađ moka í allan dag og varla haft undan. Heimamenn kippa sér svo sem ekki mikiđ upp viđ ţótt snjói í apríl. Sumariđ kemur yfirleitt í júní hér í Súgandafirđi ţótt fyrsti dagur sumars sé á dagatalinu svona snemma. Mannlífiđ hér er í föstum skorđum og atvinnulífiđ er traust ađ venju.

Set hér á bloggiđ fleiri fćrslur á nćstu vikum og mánuđum ásamt ljósmyndum en bendi á Romarstigur 1www.sudureyri.blog.is ţar sem fréttir frá mannlífi og atvinnu vega hćst.

Gleđilegt sumar

Róbert Schmidt
S: 8404022
robert@skopmyndir.com

Púlara-partý á Kjalarnesinu

Reynir bróđir bauđ til Liverpool-veislu sl laugardag á Kjalarnesinu ţar sem hann og Inga hafa búiđ í 1allmörg ár. Ég og Arnór sonur minn mćttum eldsprćkir ásamt vini mínum Sigurţóri Ómarssyni og einnig mćttu ţeir pabbi, Rikki bróđir og Gústi bróđir. Leikurinn var hinn skemmtilegasti áhorfs og 4-5 sláarskot í fyrrihálfleik sagđi okkur ađ ţađ hlyti ađ detta inn mark hjá okkar mönnum rétt fyrir leikslok sem varđ raunin. Liverpool sigrađi Fulham 1-0 og á efri hćđinni voru gargandi Smittarar sem dönsuđu stríđdans og fögnuđu ákaft sigurmarkinu.

Svo var bođiđ uppá glćsilega grillveislu ţar sem Reynir bróđir sýndi listir sínar viđ grilliđ. Inga bakađi síđan franska súkkulađiköku sem smakkađist hrikalega vel. Ég kom međ hertan steinbít í púkkiđ og Sissó reyktan rauđmaga frá Súganda. Síđan var fariđ í heita pottinn og skálađ fyrir góđum sigri okkar manna. Frábćr og skemmtilegur dagur á Kjalarnesinu sem vonandi verđur endurtekin.

Lćt hér fylgja eina góđa ljósmynd sem Margrét Silfa Schmidt frćnka mín (dóttir Reynis og Ingu) tók af okkur Púlurunum eftir leikinn. Glögglega má sjá sigurvímuna á köppunum.

Fleiri myndir eru ađ finna í myndaalbúminu á forsíđunni.

Kveđja

Róbert

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband