Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Smákökuþjófar á Aðventu

Það er alveg óhætt að segja að ég sé Söru-fíkill. Sjálfsagt eru margir í svipuðu ástandi en ég held Arnór bakar sörureinhvern veginn að ég sé sá alversti sem um getur. Nú er búið að baka fjórfaldar uppskriftir af Sörum á mínu heimili fyrir utan eina gerð með Rise Crispies sem krakkarnir kjósa sér frekar en hinar orginial (sem betur fer) og eftir stendur varla botnfylli í síðasta kökuboxinu í frystikistunni. Það er varla að ég þori að nefna hér tölur en líklega hef ég étið á þessari aðventu um 250-300 Sörur og ekki fitnað eitt gramm Cool. Hefðbundinn Sörutími er á morgnana á milli 08 og 09. En þá laumast ég í frystikistuna og fylli á litla skál, ca 5-8 Sörur í einu og háma þær í mig á meðan ég les forsíðu Fréttablaðsins. Og svo á kvöldin, þá fæ ég stundum "sykurfall" og sogast að frystikistunni. Í nótt fékk ég svo martröð yfir því að bakarofninn er enn bilaður heima og Söru-þurrð á næsta leiti.

Í gamla daga vorum við bræðurnir alveg hrikalegir kökuþjófar og mamma gat bara engan veginn falið fyrir okkur boxin. Við læddumst niður á nóttunni og tæmdum boxin og hömstruðum hver í sínu horni smákökur því þær voru svo góðar. En ég held að það hafi verið spennan sem framkallaði þessa áráttu í okkur systkinunum. Vanilluhringir, súkkulaðibitakökur og loftkökur. En svo fann mamma ráð og læsti kökuboxin inni í stofuskáp og faldi lykilinn. Nú voru góð ráð dýr hjá okkur púkunum. En við vorum fljótir að átta okkur á því að ef við tækjum efstu skúffurnar úr skápnum, þá náðum við að teygja okkur í boxin og að sjálfsögðu voru allar smákökurnar étnar og svo settum við bara tómu boxin aftur á sinn stað og skúffurnar í.

En breyttir tímar eru í dag, því nú er ekkert spennandi að stelast í smákökurnar. Nú má maður bara borða eins og manni lystir alla aðventuna sem og maður gerir. Ég reikna þó með því að það verði bara bökuð einföld uppskrift til viðbótar áður en fjöldinn fer í 500 hjá mér...ussusvei.

Myndin er af honum Arnóri syni mínum þegar hann hjálpaði til við að smakka Sörur þegar hann var ca 2ja ára gamall. Það má greinilega sjá að honum líkar þær vel.

Kveðja

Róbert  


Mikil matarhelgi að baki

Helgin hófst með jólahlaðborði á Hótel Selfossi sl föstudag sem var mjög gott og í góðum vinahópi. 1Fór með vinnunni hennar Sæju (Bókhald og skattskil). Skrapp á undan í Veiðisafnið til Palla Reynis með Sigga Björns en Palli hefur stækkað safnið um helming. Á laugardeginum fór ég svo á Madagascar 2 með Róberti og þremur öðrum börnum og ég skemmti mér líklega betur en börnin á þeirri mynd. Mæli með henni. Pizzu-veisla um kvöldið og síðan kom Viðar vinur minn frá Bíldudal í heimsókn og dró mig aðeins út á lífið. Sunnudagurinn byrjaði með barnaafmæli hjá frænku minni, Ólafíu Rún sem varð 9 ára. Ólafía er dóttir hennar Jónu systur. Mamma og Andrés mættu, Andrés bróðir, Reynir bróðir, ég og Sæja og Róbert jr, Sólrún Petra, Gunnar frændi, Anna Maggý ofl. Um kvöldið var svo matarboð heima en þá komu Arnór, Berglind og Gunna Dóra í grill en ég lét mig hafa það að húrast úti á svölum í snjókomu og kulda með grillið í gangi og grillaði kjúklingastrimla, svínakjöt og lambakjöt. Róbert jr og Þórunn Hanna voru líka við borðið ásamt húsfreyjunni.12

Annars hef ég verið rólegur í blogginu síðustu viku en það gerist sjaldan hjá mér. Læt þetta duga að sinni. Ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisboðinu hennar Ólafíu inní Fjölskyldumöppuna á síðunni.

Róbert

Veiðum á fjallhænsnum lokið

Jæja, þá er veiðum á fjallhænsnunum lokið þetta árið en veiðitímabilinu lauk sl sunnudag 30 nóv. 10eins venja er, þá fór ég síðustu tvo dagana og tók Unnstein vin minn með eins og svo oft en við vinirnir höfum veitt ágætlega saman í vetur. Núna fórum við í Reykhólasveitina og veiddum bæði laugardag og sunnudag í fallegu landslagi, kjarrlendi og flottar fjallshlíðar. Náðum 27 rjúpum saman og vorum sáttir við "slúttið". Grilluðum humar og gæs, rauðvín og flottheit og svo var skálað fyrir lok veiðitímabils á rjúpu þetta árið. Nú taka við anda- og skarfaveiðar eftir áramótin og á meðan þangað til reynir maður að trappa sig niður og vinda af sér rjúpnadraumunum sem haldið hafa manni vakandi meira og minna allan nóvembermánuð.

Kveðja

Róbert

« Fyrri síða

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband