27.4.2009 | 20:29
Á svartfuglsveiðum í Djúpinu
Skrapp á svartfuglsveiðar með mági mínum, Guðmundi Óskari Reynissyni frá Bolungarvík á kosningardaginn í ágætis veðri um Ísafjarðardjúpið. Fundum fuglinn frekar seint en hann var mjög dreifður þar til rétti bletturinn fannst. Við veiddum 90 fugla sem var samblanda af langvíu, álku, lunda og teistu. Vestfirðingar hafa veitt ágætlega af svartfugli í og við Ísafjarðardjúp sl vikurnar en veiðitímabili á svartfugli líkur 10. maí nk.
Kveðja
Róbert
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.