24.4.2009 | 21:28
Vetrarríki á Vestfjörðum
Bloggfærslum mínum hefur fækkað verulega eins og lesendur hafa orðið varir við en þó get ég sagt
það að ég er kominn vestur í Súgandafjörð til starfa hjá Fisherman sem sjóstangaveiðileiðsögumaður og reikna ég með að ég verði hér fram í fyrstu viku í ágúst. Til stóð að ég færi vestur í byrjun júní og starfaði út júlí en þetta breyttist um páskana. Ég hef fengið leigt fallegt einbýlishús í hjarta bæjarins og veit að hér mun mér líða vel í allt sumar. Undanfarna daga hef ég starfað með Guðmundi Svavarssyni við viðhald og undirbúning komandi vertíðar sem hefst um miðjan maímánuð. Framundan er sjósetning tæplega 20 báta en þrír eru komnir á flot. Flotinn okkar hefur að geyma 22 Seiglu hraðbáta sem brúkaðir eru sem sjóstangaveiðibátar fyrir erlenda sem innlenda veiðimenn.
Á Sumardaginn fyrsta snjóaði mikið hér vestra og einnig í dag. Hér er talsverður snjór og Bjarni á gröfunni er búinn að vera að moka í allan dag og varla haft undan. Heimamenn kippa sér svo sem ekki mikið upp við þótt snjói í apríl. Sumarið kemur yfirleitt í júní hér í Súgandafirði þótt fyrsti dagur sumars sé á dagatalinu svona snemma. Mannlífið hér er í föstum skorðum og atvinnulífið er traust að venju.
Set hér á bloggið fleiri færslur á næstu vikum og mánuðum ásamt ljósmyndum en bendi á
www.sudureyri.blog.is þar sem fréttir frá mannlífi og atvinnu vega hæst.
Gleðilegt sumar
Róbert Schmidt
S: 8404022
robert@skopmyndir.com

Á Sumardaginn fyrsta snjóaði mikið hér vestra og einnig í dag. Hér er talsverður snjór og Bjarni á gröfunni er búinn að vera að moka í allan dag og varla haft undan. Heimamenn kippa sér svo sem ekki mikið upp við þótt snjói í apríl. Sumarið kemur yfirleitt í júní hér í Súgandafirði þótt fyrsti dagur sumars sé á dagatalinu svona snemma. Mannlífið hér er í föstum skorðum og atvinnulífið er traust að venju.
Set hér á bloggið fleiri færslur á næstu vikum og mánuðum ásamt ljósmyndum en bendi á

Gleðilegt sumar
Róbert Schmidt
S: 8404022
robert@skopmyndir.com
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Geðspítali rísi við Borgarspítalann
- Víða næturfrost á landinu í nótt
- Óábyrgur rekstur Reykjavíkurborgar
- Bjart sunnan heiða en skúrir eða él á Norður- og Austurlandi
- Handtekinn á skemmtistað með skæri
- Hvetja til frekari olíuleitar
- Sjálfstæðismenn vilja selja braggann
- Jarðskjálfti í Vatnajökli
- Myndir: Sjaldgæfir fuglar í íslenskri náttúru
- Snorri bregst við nýju svari ráðherra
Erlent
- Ég var bara drepin svo snemma
- Maður látinn og kona særð eftir skotárás í almenningsgarði í London
- Beinafundur leiðir til ákæru
- Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá
- Vandræðalegur gestur í Windsor
- 3.000 ára gullarmband horfið
- Þrír lögreglumenn skotnir til bana
- Trump hélt sig við handritið
- Flóttafólki brigslað um fjölkynngi
- Börn fundu alprasólamtöflur
Íþróttir
- Ég fékk holskeflu af athugasemdum um mitt holdafar
- Mourinho: Hvaða þjálfari segir nei?
- Samur við sig í Sviss
- Við ætlum að svara fyrir þetta
- Ótrúleg dramatík í deildabikarnum
- Þetta var alveg lygilegt
- Það verður sko alls ekki flókið
- Ekkert spurt að því í fótbolta hvað er sanngjarnt
- Ráðinn þjálfari KR
- Kom inn á og skoraði tvennu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.