30.12.2008 | 18:37
Veiđiárinu lokađ í dag
Jćja, ţá er ţessu góđa veiđiári ađ ljúka en viđ feđgarnir fórum í A-Landeyjar á andaveiđar í morgun og náđum í nokkrar spikfeitar stokkendur og lukum ţví veiđiárinu ánćgđir og sáttir. Ţar sem miklar leysingar hafa veriđ síđustu daga og vikur, ţá var mikiđ vatn í lćkjunum og öndin mjög dreifđ. Ţó sáum viđ slatta af fugli og náđum ađ fella nokkrar.
Áriđ hefur veriđ viđburđarríkt í meira lagi hvađ veiđi snertir en í janúar til mars veiddi ég vel af skarfi og eitthvađ af hávellu og svartfugli fyrir vestan. Andaveiđin var líka ásćttanleg fyrstu tvo mánuđi ársins og síđan í apríl náđi ég ađ veiđa nokkur hundruđ svartfugla áđur en ég fór vestur í Súgandafjörđ í sjóstangarbransann. Allt sumariđ vann ég sem fararstjóri hjá www.fisherman.is og fór oft á sjóinn međ sjóstöngina og veiddi ágćtlega. Gćsaveiđin var líka góđ og rjúpnaveiđin líka. Desember fór í slökun og ekkert skotiđ úr byssu ţann mánuđinn nema í dag međ Arnóri syni mínum.
Áriđ 2009 leggst bara vel í mig og ţá verđur tekiđ á öndinni fyrstu tvo til ţrjá mánuđi ársins sem og skarfaveiđinni. Kajakinn bíđur í Hrútafirđi og hann verđur örugglega brúkađur a.m.k. í febrúar ef tíđarfariđ leyfir. Lćt ţetta nćgja ađ sinni.
Óska öllum bloggurum, vinum, fjölskyldu og ćttingjum gleđilegs árs međ ţökk fyrir áriđ sem er ađ líđa.
Kveđja
Róbert
Athugasemdir
Gleđilegt ár Róbert minn og bestu ţakkir fyrir ljúf og góđ kynni undanfarin ár
Sigrún Jónsdóttir, 30.12.2008 kl. 20:42
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.