Leita í fréttum mbl.is

Síðustu metrarnir fyrir jól

Síðasta helgin fyrir jól er runnin upp með nýföllnum snjó og myrkri. Enn keppist fólk við að kaupa jólagjafirnar og jólamatinn og það er varla hægt að sjá að það ríki nein kreppa á Íslandi þennan mánuðinn. Öfugt við aðra, þá vill ég alltaf slaka á yfir hátíðirnar og vera í faðmi fjölskyldunnar. Nenni ekki brjáluðum þrifum um alla veggi, út og suður. Svo þegar jólin koma, þá er fólk orðið svo úttaugað og þreytt að það missir af jólunum. Í dag förum við í að velja fallegt jólatré og svo verður Hópmynd shþað skreytt eftir ákveðinni hefð og það er skemmtilegur tími. Best ef flestir eru með. Nú er tvíreykt hangilæri hangandi við svaladyrnar heima og oft á dag laumar maður sér út með hníf og sker sér flís. Það finnst mér hátíðlegt. Yngri sonur minn hann Róbert er afar hrifinn af þessu kjöti og ég þarf að gæta þess að hann borði ekki yfir sig.

Jólagjafirnar eru flestar komnar í hús og þær síðustu verða keyptar í róleg heitunum í dag og á morgun. Á annað hundrað jólakort eru farin í póst til vina og vandamanna. Eitthvað er búið að borða af konfekti og smákökum. Búinn að fara í skötuveislu og kannski fer ég aftur á Þorláksmessu. Jú, síðustu metrarnir fyrir jól eru að klárast og það verðu gaman að setjast niður heima hjá Jónu systur og Birki í Grafarvoginum en þetta eru önnur jólin í röð sem við fjölskyldan borðum þar á Aðfangadag. Alls verðum við 10 manns þar og á Jóladag höldum við svo önnur jól með börnunum og þá verður snædd rjúpa, önd og gæs. 

Meira síðar :)

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er á síðustu stundu með allt hérna. Á eftir að kaupa jólagjafir klára smá kökustúss, og svona ýmislegt. Þegar ég var búin að þaulskipuleggja daginn kemur í ljós að 5 ára stelpan mín er komin með hlaupabólu, svo ég hef ekki getað gert mikið í dag Þannig að ég læt stormviðvörun sem storm um eyru þjóta og fer á Laugaveginn á eftir og síðan í heljarinnar leiðangur um allan bæ..... ef ég nenni

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bestu jólakveðjur til þín og fjölskyldunnar Róbert minn

Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Takk fyrir kveðjurnar stelpur mínar. Jólin hafa runnið vel í gegn, mikið borðað og myndað, hjalað og leikið. Er að reyna að draga yngri son minn í rúmmið en fjarstýrði trukkurinn er búinn að keyra hér allt í klessu og jólatréið er í stórhættu. Heyrumst hressar eftir hátíðirnar. Hafið það sem allra best.

Róbert Guðmundur Schmidt, 26.12.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband