15.12.2008 | 12:20
Mögnuð skötuveisla Súgfirðinga
Skötuveislan hjá Eyþóri Eðvarðs á Álftarnesinu var hreint mögnuð enda mættu þar rúmlega 20 eldhressir súgfirskir karlmenn sem tóku vel á skötunni sem kom frá Jóa Bjarna á Suðureyri en það var fyrirtæki Magnúsar Erlingssonar (MERLO) sem gaf skötuna. Sagðar voru sögur að vestan og ófáar vísur fluttar með tilþrifum í tilefni dagsins. Þess má geta að myndasafnið frá skötuveislunni er nú þegar komið á www.sudureyri.blog.is Þær segja meira en þúsund orð.
Kveðja
Róbert
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.