Leita í fréttum mbl.is

Smákökuþjófar á Aðventu

Það er alveg óhætt að segja að ég sé Söru-fíkill. Sjálfsagt eru margir í svipuðu ástandi en ég held Arnór bakar sörureinhvern veginn að ég sé sá alversti sem um getur. Nú er búið að baka fjórfaldar uppskriftir af Sörum á mínu heimili fyrir utan eina gerð með Rise Crispies sem krakkarnir kjósa sér frekar en hinar orginial (sem betur fer) og eftir stendur varla botnfylli í síðasta kökuboxinu í frystikistunni. Það er varla að ég þori að nefna hér tölur en líklega hef ég étið á þessari aðventu um 250-300 Sörur og ekki fitnað eitt gramm Cool. Hefðbundinn Sörutími er á morgnana á milli 08 og 09. En þá laumast ég í frystikistuna og fylli á litla skál, ca 5-8 Sörur í einu og háma þær í mig á meðan ég les forsíðu Fréttablaðsins. Og svo á kvöldin, þá fæ ég stundum "sykurfall" og sogast að frystikistunni. Í nótt fékk ég svo martröð yfir því að bakarofninn er enn bilaður heima og Söru-þurrð á næsta leiti.

Í gamla daga vorum við bræðurnir alveg hrikalegir kökuþjófar og mamma gat bara engan veginn falið fyrir okkur boxin. Við læddumst niður á nóttunni og tæmdum boxin og hömstruðum hver í sínu horni smákökur því þær voru svo góðar. En ég held að það hafi verið spennan sem framkallaði þessa áráttu í okkur systkinunum. Vanilluhringir, súkkulaðibitakökur og loftkökur. En svo fann mamma ráð og læsti kökuboxin inni í stofuskáp og faldi lykilinn. Nú voru góð ráð dýr hjá okkur púkunum. En við vorum fljótir að átta okkur á því að ef við tækjum efstu skúffurnar úr skápnum, þá náðum við að teygja okkur í boxin og að sjálfsögðu voru allar smákökurnar étnar og svo settum við bara tómu boxin aftur á sinn stað og skúffurnar í.

En breyttir tímar eru í dag, því nú er ekkert spennandi að stelast í smákökurnar. Nú má maður bara borða eins og manni lystir alla aðventuna sem og maður gerir. Ég reikna þó með því að það verði bara bökuð einföld uppskrift til viðbótar áður en fjöldinn fer í 500 hjá mér...ussusvei.

Myndin er af honum Arnóri syni mínum þegar hann hjálpaði til við að smakka Sörur þegar hann var ca 2ja ára gamall. Það má greinilega sjá að honum líkar þær vel.

Kveðja

Róbert  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband