27.11.2008 | 13:16
Meira af rjúpnaveiðum
Senn fer rjúpnaveiðitímabilinu að ljúka en síðasti veiðidagurinn er nk sunnudag. Líklegt er að maður
skelli sér eitthvað um helgina, líklega vestur á bóginn í einhverja kjarrbrúska með góðum félaga. Tímabilið hefur verið nokkuð sérstakt. Ég hef bæði farið um Vesturland, Vestfirðina, Norðurland og nú síðast í uppsveitir Suðurlands og séð mismikið af fugli á hverjum stað. Mest var fyrir vestan og minnst fyrir norðan. Það er alltaf spennandi að fara á ný svæði til að víkka sjóndeildarhringinn aðeins en auðvitað fer maður alltaf á sömu slóðir ár eftir ár sem gefið hafa vel frá upphafi. Nú styttist hver dagur þegar líður á desember og göngutúrinn skreppur saman, úr 7-8 tímum niður í 4-5 tíma á dag.
Ég veit um marga veiðimenn sem ekki eru búnir að ná jólasteikinni sinni þetta veiðitímabilið en ýmist eru menn uppteknir við annað og komast ekki. Svo getur tíðarfarið sett strik í reikninginn og einmitt þegar menn hafa tíma, þá er óveður. En það jafnast fátt á við að ferðast um landið í vetrarríkinu í rjúpnaleit. Við sjáum hvað setur um helgina. Ég er hæfilega bjartsýnn á veiðina en vona að veðrið verði gott.
Ps. í Jólablaði Morgunblaðsins á morgun (föstudag) kemur stutt viðtal við mig um rjúpnaveiðar og einnig gef ég upp nokkrar uppskriftir af villibráð. Þið kannski kíkið í Moggann í fyrramálið!
Kveðja
Róbert

Ég veit um marga veiðimenn sem ekki eru búnir að ná jólasteikinni sinni þetta veiðitímabilið en ýmist eru menn uppteknir við annað og komast ekki. Svo getur tíðarfarið sett strik í reikninginn og einmitt þegar menn hafa tíma, þá er óveður. En það jafnast fátt á við að ferðast um landið í vetrarríkinu í rjúpnaleit. Við sjáum hvað setur um helgina. Ég er hæfilega bjartsýnn á veiðina en vona að veðrið verði gott.
Ps. í Jólablaði Morgunblaðsins á morgun (föstudag) kemur stutt viðtal við mig um rjúpnaveiðar og einnig gef ég upp nokkrar uppskriftir af villibráð. Þið kannski kíkið í Moggann í fyrramálið!
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.