18.11.2008 | 13:08
Reykjavík - Rotterdam, 4 stjörnur af 5
Ég tók áskorun Baltasar til þjóðarinnar á Eddunni og skellti mér á íslensku myndina Reykjavík - Rotterdam í gærkveldi og var mjög sáttur við myndina. Hún var vel leikin, spennandi allan tímann og atburðarrásin trúverðug. Það er reyndar farið að fara dálítið í taugarnar á mér það litla leikaraúrval sem við Íslendingar bjóðum uppá í þessum stóru myndum. Samt sem áður standa þeir sig nú alltaf vel. Ingvar Sigurðs, Balti, Þröstur Leó ofl góðir dúkka alltaf upp í "öllum" myndum. En þarna voru nú samt nýir og ungir leikarar sem sýndu góðan leik. Myndin fær 4 stjörnur af 5 hjá mér.
Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér á Reykjavík - Rotterdam hið fyrsta áður en myndin verður tekin úr kvikmyndasölum borgarinnar og sett á DVD. Svo er það Bond í kvöld.
Kveðja
Róbert
Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér á Reykjavík - Rotterdam hið fyrsta áður en myndin verður tekin úr kvikmyndasölum borgarinnar og sett á DVD. Svo er það Bond í kvöld.
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.