Leita í fréttum mbl.is

Reykjavík - Rotterdam, 4 stjörnur af 5

Ég tók áskorun Baltasar til þjóðarinnar á Eddunni og skellti mér á íslensku myndina Reykjavík - Rvik rotterdamRotterdam í gærkveldi og var mjög sáttur við myndina. Hún var vel leikin, spennandi allan tímann og atburðarrásin trúverðug. Það er reyndar farið að fara dálítið í taugarnar á mér það litla leikaraúrval sem við Íslendingar bjóðum uppá í þessum stóru myndum. Samt sem áður standa þeir sig nú alltaf vel. Ingvar Sigurðs, Balti, Þröstur Leó ofl góðir dúkka alltaf upp í "öllum" myndum. En þarna voru nú samt nýir og ungir leikarar sem sýndu góðan leik. Myndin fær 4 stjörnur af 5 hjá mér.

Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér á Reykjavík - Rotterdam hið fyrsta áður en myndin verður tekin úr kvikmyndasölum borgarinnar og sett á DVD. Svo er það Bond í kvöld.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband