17.11.2008 | 13:32
Feðgar á rjúpnaveiðum
Loksins kom að því að við Arnór, sonur minn, gengum saman til rjúpna. Ég keypti nýja gönguskó á strákinn nr 47 og klæddi hann upp í legghlífar og útivistarúlpu til að standast kulda og regni til fjalla. Við héldum á Snæfellsnesið snemma að morgni laugardagsins en þá var mjög hvasst og gekk á með skafrenningi og látum að NV. Uppúr hádegi fór að lægja og birta til en frostið var mikið og beit í kinnar. Við Arnór gengum fallegar lyngbrekkur, skorninga og gil í nýföllnum snjó. En hvergi var rjúpnaspor að sjá og engan fugl. En ég sá hyrnda gimbur í einu gilinu og lagði staðinn á mynnið fyrir bændurna ef ég skyldi rekast á þá seinna meir.
Við Arnór gengum í 3-4 tíma án árangurs. Fleiri veiðimenn voru á fjallinu en þeir fengu lítið sem ekkert af fugli þrátt fyrir að þeir voru með hunda. Tvær skyttur fengu eina rjúpu eftir 4 tíma. Við ákváðum að snúa heim undir miðjan dag rjúpnalausir en samt ánægðir að hafa eytt góðum tíma saman úti í náttúrunni að vetrarlagi. Við myndum bara reyna aftur þegar veðrið yrði betra. Arnór stóð sig vel og ég var stoltur af honum. Hann hefur gott þrek og er duglegur að ganga enda búinn að vera í ræktinni meira og minna í nokkur ár. Ég er ánægður með hvernig hann hugsar um líkama sinn og enn ánægðari með að hafa fengið hann með mér á fjall. Það eru ekki allir drengir á hans aldri sem myndu nenna því. En svo hittum við tvo bændur á fjallveginum með sjónauka í leit af lambinu sem ég sá. Þeir voru glaðir að fá fréttirnar frá mér og ætluðu að ná sér í smalahund og sprækan dreng til að ná því af fjalli og þökkuðu mikið og vel fyrir upplýsingarnar. Gott að maður gat þá gert eitthvað gott í leiðinni.
En vonandi náum við að ganga til rjúpna á ný í nóvember, nú, ef ekki, þá bara á næsta ári. Ég fékk mörg símtöl frá vinum mínum um kvöldið sem höfðu farið til rjúpnaveiða þennan dag og allir voru þeir með sömu söguna,- lítil sem engin veiði. Mest þrjár rjúpur á jafnmarga veiðimenn í Dölunum. En svona er nú veiðin, maður veit aldrei.
Kveðja
Róbert
Við Arnór gengum í 3-4 tíma án árangurs. Fleiri veiðimenn voru á fjallinu en þeir fengu lítið sem ekkert af fugli þrátt fyrir að þeir voru með hunda. Tvær skyttur fengu eina rjúpu eftir 4 tíma. Við ákváðum að snúa heim undir miðjan dag rjúpnalausir en samt ánægðir að hafa eytt góðum tíma saman úti í náttúrunni að vetrarlagi. Við myndum bara reyna aftur þegar veðrið yrði betra. Arnór stóð sig vel og ég var stoltur af honum. Hann hefur gott þrek og er duglegur að ganga enda búinn að vera í ræktinni meira og minna í nokkur ár. Ég er ánægður með hvernig hann hugsar um líkama sinn og enn ánægðari með að hafa fengið hann með mér á fjall. Það eru ekki allir drengir á hans aldri sem myndu nenna því. En svo hittum við tvo bændur á fjallveginum með sjónauka í leit af lambinu sem ég sá. Þeir voru glaðir að fá fréttirnar frá mér og ætluðu að ná sér í smalahund og sprækan dreng til að ná því af fjalli og þökkuðu mikið og vel fyrir upplýsingarnar. Gott að maður gat þá gert eitthvað gott í leiðinni.
En vonandi náum við að ganga til rjúpna á ný í nóvember, nú, ef ekki, þá bara á næsta ári. Ég fékk mörg símtöl frá vinum mínum um kvöldið sem höfðu farið til rjúpnaveiða þennan dag og allir voru þeir með sömu söguna,- lítil sem engin veiði. Mest þrjár rjúpur á jafnmarga veiðimenn í Dölunum. En svona er nú veiðin, maður veit aldrei.
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.