24.10.2008 | 10:55
Erfitt að byrja í ræktinni
Fyrir ca 8-9 árum síðan fór ég í mikla herferð í þeim tilgangi að auka við þyngd mína. Skráði mig í strangt æfingarferli hjá einkaþjálfaranum Sölva Fannari í World Class en hann er jafnframt eigandi fyrirtækisins www.heilsuradgjof.is Samningur var gerður við innflytjendur fæðubótarefnis og fjörið hófst fyrir alvöru. Alla daga úðaði ég í mig fæðubótarefnum (prótein og creatín) og borðaði heilan helling af hollum mat og þurfti að hætta í innanhúsfótboltanum til að brenna ekki öllu því sem ég var að vinna mér inn. Ég fékk sem sagt vottorð uppá sófalegu. Til að stytta frásögnina, þá bætti ég á mig tæplega 8 kg af vöðvamassa eftir þrjá mánuði í ræktinni enda var ég eins og tannstöngull á tímabili. Þyngdin fór þá upp í 74 kg og mér leið vel. Svo fór minn nú hægt og sígandi að draga úr ferðum í ræktina, vildi hvíla mig aðeins eftir þessa miklu törn. Ég man eftir því líka að einmitt þá hætti ég fyrir fullt og allt að drekka Coke og hef staðið við það bindindi enn og fer létt með.
Síðan eru liðin 8-9 ár og ég hef alltaf verið á leiðinni í ræktina á ný en hef ekki haft tíma eða verið of latur til að rísa á fætur og setja græjurnar í íþróttatöskuna. Samt er ég sprækur og hleyp um dali og fjöll eins og fjallageit. En ég veit og finn að árin líða yfir og maður verður stirðari og þolið er ekki endalaust þó svo maður geti hlaupið nokkrar rjúpur uppi einu sinni að vetri. Ég ákvað því að reima á mig hlaupaskóna um daginn og skokkaði hér sæmilegan hring í Kópavogi og kom heim dauðþreyttur eftir 10 mín. Þetta var mikið afrek að mér fannst. Hljóp reyndar hressilega, þoli ekki hlaupara sem þykjast hlaupa en ganga svo alla leiðina. Og svo kom snjórinn og ég nennti ekki út að hlaupa í þessu skítaveðri. Fékk vottorð uppá sófalegu eins og í denn. Ástæðan fyrir því, að nú vill minn fara að hreyfa sig, er sú að í næstu viku hefst rjúpnaveiðitímabilið og ég veit að það er ekkert grín að klöngrast upp snarbrött fjöllin hálf þollaus og stirður. Hef því ákveðið að reyna að hlaupa amk daglega 1-2 hringi til að ná mér í smá form. Svo held ég að tími sé til kominn að skella sér í Sporthúsið sem er í 5 mínútna göngufæri frá heimili mínu.
Já, maður er að eldast, kominn með lesgleraugu, orðinn stirður, þolið hefur minnkað, yfirvegunin er meiri, hættur á djamminu (ekkert farið í allt haust) og börnin gera grín að manni. En samt er gott að vera til og ekki sakar að gera smá grín af sjálfum sér af og til.
Ég er ágætlega sáttur en skal ná mér í form fyrir rjúpuna!!!
Efri myndina tók Gísli Egill Hrafnsson af okkur Bubba Morthens fyrir mörgum árum í Dölunum, skömmu áður en Bubbi náði augnsambandi við rjúpu og frelsaðist, seldi byssurnar og hætti veiðum.
Neðri myndina tók Dúi Landmark á Snæffelsnesinu á síðasta rjúpnaveiðitímabili í grenjandi rigningu en veiðin var ágæt.
Kveðja
Róbert
Síðan eru liðin 8-9 ár og ég hef alltaf verið á leiðinni í ræktina á ný en hef ekki haft tíma eða verið of latur til að rísa á fætur og setja græjurnar í íþróttatöskuna. Samt er ég sprækur og hleyp um dali og fjöll eins og fjallageit. En ég veit og finn að árin líða yfir og maður verður stirðari og þolið er ekki endalaust þó svo maður geti hlaupið nokkrar rjúpur uppi einu sinni að vetri. Ég ákvað því að reima á mig hlaupaskóna um daginn og skokkaði hér sæmilegan hring í Kópavogi og kom heim dauðþreyttur eftir 10 mín. Þetta var mikið afrek að mér fannst. Hljóp reyndar hressilega, þoli ekki hlaupara sem þykjast hlaupa en ganga svo alla leiðina. Og svo kom snjórinn og ég nennti ekki út að hlaupa í þessu skítaveðri. Fékk vottorð uppá sófalegu eins og í denn. Ástæðan fyrir því, að nú vill minn fara að hreyfa sig, er sú að í næstu viku hefst rjúpnaveiðitímabilið og ég veit að það er ekkert grín að klöngrast upp snarbrött fjöllin hálf þollaus og stirður. Hef því ákveðið að reyna að hlaupa amk daglega 1-2 hringi til að ná mér í smá form. Svo held ég að tími sé til kominn að skella sér í Sporthúsið sem er í 5 mínútna göngufæri frá heimili mínu.
Já, maður er að eldast, kominn með lesgleraugu, orðinn stirður, þolið hefur minnkað, yfirvegunin er meiri, hættur á djamminu (ekkert farið í allt haust) og börnin gera grín að manni. En samt er gott að vera til og ekki sakar að gera smá grín af sjálfum sér af og til.
Ég er ágætlega sáttur en skal ná mér í form fyrir rjúpuna!!!
Efri myndina tók Gísli Egill Hrafnsson af okkur Bubba Morthens fyrir mörgum árum í Dölunum, skömmu áður en Bubbi náði augnsambandi við rjúpu og frelsaðist, seldi byssurnar og hætti veiðum.
Neðri myndina tók Dúi Landmark á Snæffelsnesinu á síðasta rjúpnaveiðitímabili í grenjandi rigningu en veiðin var ágæt.
Kveðja
Róbert
Athugasemdir
Tekki tetta líka ad fá uppáskrifad med sófalegu í ódagsettann tíma.
Tori varla ad segja frá tví ,ég er med fitnesscenter heima hjá mér og vélarnar eru vid ad ridga vegna skorts á notkun..En tú segir engum.
Minn er heidurinn af tví ad fá tig í hóp minna bloggvina kæri Robbi hlakka til ad fylgjast med tér og tínum meyra en ádur .
kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 26.10.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.