Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur fjallarefur með beikoni, sveppum og púrtvíns-rjómasósu

Ég fékk skemmtilegt símtal í síðustu viku þegar Súgfirðingurinn Jón Vigfús spurði mig hvort ég gæti Refurgefið honum eina góða mataruppskrift. "Og hvaða uppskrift vantar þig Nonni minn"- spurði ég á móti. Mig vantar góða uppskrift af ref. "Já, þú meinar það. Ertu þá að tala um íslenskan ref úr náttúrunni eða búr-ref?" Bara íslenskan ref, langar til að smakka hann og hafa þá góða uppskrift,- svarar Nonni á móti. Hefur þú ekki borðað ref Robbi? "Jú, ég borðaði einu sinni búr-ref sem ég fékk frá Patreksfirði og lét léttreykja hann og Úlfar Finnbjörnsson eldaði refinn fyrir okkur sem smakkaðist eins og saltkjöt, bara mjög góður á bragðið en ég held að það séu fáir í dag sem myndu vilja reykja villtan ref, því miður."

"En ef ég mætti ráðleggja þér Nonni minn, þá myndi ég flá refinn og tálga allt kjöt af honum á pönnu, krydda með salti og pipar og brúna vel í smjöri. Síðan setja sveppi útá ásamt beikonbitum og papriku. Síðan pela af rjóma og láta þetta krauma í smá stund. Og ekki væri verra að setja 1-2 tappa af góðu púrtvíni útá pönnuna í upphafi steikingar. Prófaðu þetta og láttu mig vita hvernig til tekst," sagði ég og sagðist reyndar aldrei verið svo svangur að vilja borða íslenskan villtan fjallaref amk ekki enn sem komið er. En hver veit hvað verður í þessari kreppu? Íslenski refurinn lifir reyndar á góðu fæði.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband