11.10.2008 | 17:31
Hrikaleg jeppatröll í Fífunni
Ég og Róbert jr sonur minn röltum frá Lautasmáranum yfir í Fífuna í dag á jeppa- og útivistarsýningu 4X4 klúbbsins til að skoða það áhugaverðasta í jeppabreytingum á þessum tímum. Við vorum ekki vonsviknir með sýninguna því þar eru margir glæsilega útbúnir jeppar, bæði í einkaeigu sem og björgunarsveitabílar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Róbert jr eiginlega kominn undir einn stærsta jeppann á sýningunni sem er með 54" dekk, alveg hrikalegt jeppatröll. Þarna hitti ég helling af dellukörlum og meðal annars Bjarna gröfukall frá Suðureyri og Ragga rafvirkja sem á sínum tíma bjó þar líka. Við Raggi skeggræddum aðeins um Isuzu D-MAX jeppana okkar sem eru eins breyttir 35" sem hreinlega blikna við hliðina á þessum alvöru tröllum.
Fyrir utan Fífuna eru svo nokkrir björgunarsveitajeppar og sérlega falleg og sérstök mótorhjól. Garmin er með flottan bás á sýningunni þar sem er að finna allt það besta í staðsetningartækjum, hvort sem er í bíla, báta eða fyrir göngugarpinn. Held að ég sé búinn að finna mér jólagjöfina í ár Ekki má gleyma aðalbílnum á sýningunni sem er Læðan hans Ólafs Ragnars úr Dagvaktinni. Myndin af henni er hér til hliðar.
Hvet alla sem geta að fara í Fífuna og skoða jeppaúrvalið hjá 4X4 klúbbnum. Það kostar 1000 kr inn en svo bjóða þeir uppá 1500 kr helgarpassa en frítt er fyrir börnin. Eftir sýninguna fórum við í fótbolta út í góða veðrið á meðan Sæunn og Þórunn Hanna voru á Villa Vill tónleikunum.
Róbert
Fyrir utan Fífuna eru svo nokkrir björgunarsveitajeppar og sérlega falleg og sérstök mótorhjól. Garmin er með flottan bás á sýningunni þar sem er að finna allt það besta í staðsetningartækjum, hvort sem er í bíla, báta eða fyrir göngugarpinn. Held að ég sé búinn að finna mér jólagjöfina í ár Ekki má gleyma aðalbílnum á sýningunni sem er Læðan hans Ólafs Ragnars úr Dagvaktinni. Myndin af henni er hér til hliðar.
Hvet alla sem geta að fara í Fífuna og skoða jeppaúrvalið hjá 4X4 klúbbnum. Það kostar 1000 kr inn en svo bjóða þeir uppá 1500 kr helgarpassa en frítt er fyrir börnin. Eftir sýninguna fórum við í fótbolta út í góða veðrið á meðan Sæunn og Þórunn Hanna voru á Villa Vill tónleikunum.
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.