Leita í fréttum mbl.is

Rjúpnaveiðar í nóvember

Það var eins og ég bjóst við, ákveðið hefur verið að leyfa rjúpnaveiðar í haust með sama sniði og í Rjupurfyrra enda hafa talningar sýnt fram á aukningu stofnsins. Það hlakkar mikið til í mér að komast til fjalla á rjúpnaveiðar í nóvember. Arnór sonur minn fær þá að arka með og þá er að sjá hvort þolið og útsjónarsemin búi í honum. Ég hef nú sterkan grun um að svo sé enda hefur hann gott útsýni úr tæplega tveimur metrum Wink  

Þótt gæsaveiðar séu skemmtilegar, þá eru rjúpnaveiðar allt öðruvísi. Miklu meiri hreyfing, mikil líkamleg áreynsla og svo að geta verið hátt upp til fjalla að vetrarlagi einn með sjálfum sér í leit að jólamatnum.

Ps. myndina tók ég um sl helgi í Skagafirði þegar ég var að koma heim af gæsaveiðum. Þá blasti við mér rjúpnahópur við kofann sem ég gisti í við Bakkaflöt. Greinilega orðnar nokkuð hvítar að sjá.

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband