Leita í fréttum mbl.is

Senn líður að hausti

Tíminn er ótrúlega fljótur að líða þegar maður hefur nóg að gera og vinnan er skemmtileg. Ég kom IMG_2423hingað vestur eftir miðjan apríl og nú líður að ágústmánuði sem er fyrsti haustmánuðurinn. Honum tek ég fagnandi með fljúgandi gæsum til heiða og blessað myrkrið heilsar að nýju, dagurinn styttist og laufin breyta um lit. Haustið og veturinn er minn tími. Ég hef aldrei þolað íslenska sumrið sem er eins og Lottóvinningur með grísableik læri, regnhlíf og lopapeysu. Það er aldrei hægt að treysta því að það verði gott veður tvo daga í röð þegar farið er í sumarfrí. Þetta þekkja allir Íslendingar eða þeir sem vilja viðurkenna það. En vissulega tekur maður því eins og hverju öðru hundsbiti. Maður bara nýtur þess meira þegar sólin skín og veður er gott yfir sumartímann en þess á milli bíð ég bara eftir vetrinum. Þá hefst veiðin og ævintýri um allar sveitir. Þeir skilja þetta sem þekkja mig.

Það hefur margt skemmtilegt gerst hér í sumar og ég væri alveg til í að koma hingað aftur að ári og halda áfram uppbyggingu og þeirri þróunarvinnu sem átt hefur sér stað með sjóstangaveiðihópana. En tíminn einn mun leiða það í ljós. Fólkið hér er gott og mannlífið er alltaf litskrúðugt og aldrei tómar göturnar. Maður á örugglega eftir að kveðja með söknuði þegar tíminn kemur. Og við tekur borgarstressið, umferðarljósin, flugvélahávaði og fullar verslunarmiðstöðvar af hlaupandi fólki að leita af hlutum sem hafa oft ansi litla þýðingu í lífinu. Já, það er talsverður munur á landsbyggðarfólki og þéttbýlisbúunum. Ekki ætla ég að fjölyrða um muninn en ræturnar hingað IMG_2489styrkjast æ meir eftir því sem dvölin verður lengri. En að sjálfsögðu verður líka gott að komast heima eftir útlegðina og smala saman börnunum í skemmtilegan kvöldverð með fullt af sögum frá hverjum og einum. Þannig matartíma met ég mikils og hlakka alltaf til að sitja. Allir fá að segja frá sínum ævintýrum og framtíðardraumum. Myndir eru skoðaðar og mikið hlegið og skrafað. Ég hef saknað þess ótrúlega mikið og það hefur tekið mest á að hafa ekki fjölskylduna hjá sér.

Um helgina þurftum við Julius vinur minn á Flateyri að fara með einn breta út í Staðardalsá í laxveiði IMG_2470og það þótti okkur nú ekkert sérlega leiðinlegt. Þrátt fyrir laxaþurrð náðum við ágætum bleikjum í efri ánni. Laxinn kemur seint en það hefur sést til nokkurra laxa í Botni sl daga en ekki náðst að setja í neinn ennþá sem komið er. Læt hér fylgja með mynd sem ég tók af Juliusi með fallega 3,5 punda bleikju sem hann náði á flugu.

Ég reikna með að skella mér í bæinn um Verslunarmannahelgina og slaka þar á eins og mögulegt er. Nú eða skreppa eitthvað út í sveit í sólina ef hún sýnir sig. Læt þetta duga að sinni.

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ótrúglegt hvað tíminn líður hratt.

Þú ert nú aldeilis búinn að njóta þína á Suðureyri í sumar, vinna sem fer vel í þig og þú að manni sýnist virkilega nýtur þess að takast á við þessa sjómenn.

Enn og aftur takk fyrir ferðina að Sauðanesinu, hefði aldrei trúað þessu hvað er gaman að fara á sjóstöng, á alveg örugglega eftir að gera þetta aftur.

Gangi þér vel og njóttu helgarinnar sem framundan er.

Kveðja úr blíðunni 

Anna Bja (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ yndislegt ad heyra lýsinguna tína á skemmtilegasta matartímanum ,med familíunni og sögunum.Vonandi færdu sólina(lottovinninginn)Med gódri steik A la róbert.

Knús á tig minn kæri.hédan úr sól og sælu.

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband