25.7.2008 | 10:47
Fiskur á hverju færi
Ég skrapp með Pálma Gestssyni og fjölskyldu á sjóstöng í gærkveldi út frá Bolungarvík í þessari mannskaðarblíðu um allan sjó. Við þurftum ekki að fara langt til að finna þorskinn, aðeins eina mílu frá Bolungarvík og um leið og rennt var niður á botninn, þá var á um leið á hverri stöng. Fínir þorskar sem gaman var að veiða. Veðrið var eins og áður sagði frábært og varla hægt að hugsa sér neitt skemmtilegra hér vestra en að vera úti á sjó í blíðunni að veiða fiska. Ég held að allir hafi verið mjög sáttir og farið í háttinn brosandi á koddann inn í draumalandið.
Kveðja
Róbert
Kveðja
Róbert
Athugasemdir
Tú ert enntá í alsælu tarna vesturfrá minn kæri Róbert.
Ekki leidinlegur felagsskapur tetta.
Stórt knús á tig inn í góda vinnuviku
Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 05:41
Þetta hlýtur að hafa verið rosalega skemmtilegt... það er svo gaman að veiða :-)
Lena pena, 29.7.2008 kl. 22:27
Þetta var frábært! Enn og aftur kærar þakkir fyrir þetta Robbi. Alltaf gaman að vera á veiðislóð með þér. Þetta var ógleymanlegur túr fyrir fjölskylduna. Allir fóru að sofa með bros á vör eftir þessa dýrð!
já og svo ofnbakaði frúin hluta af bráðinni í gærkveldi með allskonar göldrum, það var gómsætt maður... ekki hægt að fá betri mat en nýveiddan vesfirskan fisk!
kær kveðja, vonandi hittumst við eitthvað á komandi veiðitímabili.
Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.