18.2.2008 | 23:16
Mögnuð saga, full af gleði og sorg
In to the wild er frábær mynd eins og ég átti von á. Sean Penn töfrar fram ótrúlegar persónur í myndinni og leikstýrir af stakri snilld. Ferðalag Christopers McCandless (leikin af Emile Hirsch) um Bandaríkin til Alaska er tvinnað saman við dvöl hans í óbyggðum þar sem hann lendir í ýmsum hremmingum og þeirri staðreynd að þurfa að veiða sér til matar sem ekki er öllum gefið. Barátta hans og vilji til að sannreyna þá heitustu ósk um að lifa í náttúrunni innan um villt dýr og plöntur skilur eftir sig ótal spurningar og ótal svör sem voru keypt dýru verði. Flótti hans frá foreldrum og vandamálum heimafyrir opnaði fyrir honum nýjan heim þar sem hann kynntist mörgu góðu fólki. Samferðamenn hans í myndinni eru mjög eftirminnilegir, sérstaklega hippahjónin. En gamli hermaðurinn Franz (sem Hal Holbrook leikur) stal senunni. Hann var síðastur úr sinni ætt og óttaðist mest þá sorglegu staðreynd sem blasti við honum að við andlát hans deyr ættin hans út. Átakanleg sena þegar þeir vinir kveðjast í hinsta sinn.
McCandless lét hvorki ástir né góða vini stöðva för sína til draumalandsins og heilsaði alltaf kurteisilega og hvarf jafnskjótt á vit ævintýranna. Hann réri á kajak niður Colorado gljúfrið alla leið til Mexíkó og þaðan um N.V.-ríkin. Það var ótrúlega skemmtilegt atvik þegar hann hitti unga danska parið á leiðinni um gljúfrið með landamæraeftirlitið á hælunum. Rútan sem hann bjó í dugði honum vel yfir veturinn. Elgurinn sem hann skaut reyndist of stór biti. Hungraði og froðufellandi brúnbjörninn vildi hann ekki því hann skynjaði eitthvað slæmt. Óvænt varð litla áin, skammt frá rútunni, honum farartálmi í leysingunum að vori.
Margbrotin saga, full af gleði og sorg. Fjölskyldan mín var sátt við þessa bíóferð sem skilur eftir sig heilmikið af góðum boðskap, fyrirgefningum, draumum, hvatningu, ótta og heilbrigðri hugsun. Ég skora á alla þá sem hafa gaman af raunsæjum myndum að skella sér á þessa frábæru mynd sem fær 4 stjörnur gagnrýnenda. Sleppið Rambo og öðru rugli um stund og farið á In to the wild.
Morgunblaðið gefur myndinni ****
24 Stundir gefur myndinni *****
McCandless lét hvorki ástir né góða vini stöðva för sína til draumalandsins og heilsaði alltaf kurteisilega og hvarf jafnskjótt á vit ævintýranna. Hann réri á kajak niður Colorado gljúfrið alla leið til Mexíkó og þaðan um N.V.-ríkin. Það var ótrúlega skemmtilegt atvik þegar hann hitti unga danska parið á leiðinni um gljúfrið með landamæraeftirlitið á hælunum. Rútan sem hann bjó í dugði honum vel yfir veturinn. Elgurinn sem hann skaut reyndist of stór biti. Hungraði og froðufellandi brúnbjörninn vildi hann ekki því hann skynjaði eitthvað slæmt. Óvænt varð litla áin, skammt frá rútunni, honum farartálmi í leysingunum að vori.
Margbrotin saga, full af gleði og sorg. Fjölskyldan mín var sátt við þessa bíóferð sem skilur eftir sig heilmikið af góðum boðskap, fyrirgefningum, draumum, hvatningu, ótta og heilbrigðri hugsun. Ég skora á alla þá sem hafa gaman af raunsæjum myndum að skella sér á þessa frábæru mynd sem fær 4 stjörnur gagnrýnenda. Sleppið Rambo og öðru rugli um stund og farið á In to the wild.
Morgunblaðið gefur myndinni ****
24 Stundir gefur myndinni *****
Athugasemdir
Það er greinilegt að maður þarf að fara í bíó, fór í leikhús á Fló á skinni. Það var skemmtilegt, bíð spenntur eftri að Sóríasis félagið sýni " Hrúður á skinni"
Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.