8.2.2008 | 17:36
Teiknibóluhernaður
Þegar við systkinin hittumst snýst umræðan ósjálfrátt um prakkarastrik og skemmtilegar sögur frá því við vorum lítil vestur í Súgandafirði. Mamma hefur haldið sögunum á lofti í áratugi og þær hafa fylgt okkur í blíðu og stríðu til dagsins í dag. Á næstunni mun ég rifja upp ýmis prakkarastrik sem flest skrifast á mig.
Ég var sérstaklega stríðinn drengur og sá spaugilegu hliðina á mörgu. Meira segja þegar aðrir fengu teiknibólu í rassinn. Mér þótti þetta mjög saklausir hrekkir í þá daga og furðulegt að ég skuli hafa sloppið svona vel frá þeim. Mamma var fljót að átta sig á teiknibólustríðinu á heimilinu og fjárfesti í klossum sem hún fór sjaldan úr. Enda ekkert skrítið því stiginn heima var mest notaður í þennan hernað. Klossarnir hennar voru þaktir teiknibólum þ.e.a.s. sólarnir. Á endanum þurfti mamma að setjast niður og gefa sér góðan tíma til að pikka teiknibólurnar úr. Klossarnir voru orðnir valtir. Aumingja mamma!
Reynir bróðir svaf vært einn morguninn. Hann er ári yngri en ég og var mjög viðkvæmur í nefinu. Fékk blóðnasir við minnsta tækifæri. Mér fannst hann líka vera smá kisa í sér og ákvað að skipuleggja lítinn hrekk. Daginn áður mátaði ég rúmið hans, fór frammúr og æfði þetta um stund. Ég vissi nokkurn veginn
hvernig hann færi útúr rúminu sínu og hvar fæturnir myndu snerta gólfið. Tveimur teiknibólum var síðan komið haganlega fyrir á gólfinu, nákvæmlega þar sem ég hafði reiknað út að hann myndi stíga niður. Nýr dagur rann upp og allir á fætur. Reynir kúrði aðeins lengur á koddanum og ég læddist niður í morgunmat með hrekkjalómaglottið á andlitinu. Ég man vel hvað ég átti erfitt með að borða Cheeriosið mitt á neðri hæðinni fyrir hlátri. Hvenær skyldi öskrið koma frá erfi hæðinni? Jú, ekki leið á löngu þar til skaðræðis öskur barst um allt húsið svo eldhúsklukkan nötraði og skalf. Ég stökk í stígvélin, snaraði skólatöskunni á bakið og rauk út í snjóinn skellihlæjandi. Forðaði mér frá litla bróður sem kom öskrandi reiður niður stigann með tárin í augunum. Teiknibólurnar voru greinilega rétt staðsettar.
Meira síðar...

Ég var sérstaklega stríðinn drengur og sá spaugilegu hliðina á mörgu. Meira segja þegar aðrir fengu teiknibólu í rassinn. Mér þótti þetta mjög saklausir hrekkir í þá daga og furðulegt að ég skuli hafa sloppið svona vel frá þeim. Mamma var fljót að átta sig á teiknibólustríðinu á heimilinu og fjárfesti í klossum sem hún fór sjaldan úr. Enda ekkert skrítið því stiginn heima var mest notaður í þennan hernað. Klossarnir hennar voru þaktir teiknibólum þ.e.a.s. sólarnir. Á endanum þurfti mamma að setjast niður og gefa sér góðan tíma til að pikka teiknibólurnar úr. Klossarnir voru orðnir valtir. Aumingja mamma!
Reynir bróðir svaf vært einn morguninn. Hann er ári yngri en ég og var mjög viðkvæmur í nefinu. Fékk blóðnasir við minnsta tækifæri. Mér fannst hann líka vera smá kisa í sér og ákvað að skipuleggja lítinn hrekk. Daginn áður mátaði ég rúmið hans, fór frammúr og æfði þetta um stund. Ég vissi nokkurn veginn

Meira síðar...


Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.