Leita í fréttum mbl.is

Fallegur dagur

Það var fallegur dagur í dag. Sunnudagur eins og hann gerist bestur. Snjór yfir öllu, sólskin og mannfólkið á iði. Við feðgar skruppum í Heiðmörk eftir hádegið með myndavélina og röktum rjúpnaspor um allan skóg. Hvert sem litið var, sáust kræklótt rjúpnaspor í hvítri mjöllinni. Snjórinn Rjupa i Heidmork IIglitraði og veður var stillt. Fólk á skíðum, í gönguferð með hundana sína og sumir bara á rúntinum. Gott að komast úr borginni uppí sveitina þar sem ferska vetrarloftið leikur um allt. Rjúpurnar kúrðu undir furutrjánum eða hlupu um í kjarrinu. Þær leika sér líka þegar veður er gott. Ropið í karranum gaf til kynna að óboðnir gestir væru á óðalinu hans. Með vængjaslætti lyftu þær sér fimlega upp yfir skóginn og hurfu sjónum okkar. í stað þess að hugsa um rjúpnaveiðar, setti ég mig í ljósmyndarastellingarnar. Með stóru linsuna náði ég nokkrum ágætum myndum en hefði viljað eyða lengri tíma í myndatökurnar. Setti nokkrar myndir í myndasafnið hér á síðunni til gamans.

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll listamaður  Til hamingju með síðuna þína !

Á örugglega eftir að koma hér inn mjög reglulega. Þessi kveðja á nú kannski frekar heima í gestabókinni, en ég er alltaf að koma minni síðu á framfæri og fann fyrir hana stað hér....he he he .....vonandi að það virki bara

Kveðja úr Keflavík

Guðrún (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband