Leita í fréttum mbl.is

Reyktur lundi er þjóðlegur matur

Á þessum sólríka febrúardegi ákvað ég að kíkja við í Kolaportið og kaupa harðfisk. Frekar fátt var Lundi a diskium manninn á þessum sérkennilega stað en íslenski maturinn var á sínum stað. Ég keypti hertan steinbít frá Óskari Friðfinns og herta ýsu frá Breiðadal í Önundarfirði. Meiriháttar góður harðfiskur en alltaf finnst mér harðfiskurinn hans Bjössa Kristmans á Suðureyri bestur. Flatkökur og ástarpungar fengu að fljóta með í innkaupapokann. Svo var kíkt í heimsókn til mömmu á eftir í rjómabollur.


Við feðgar biðum spenntir eftir kvöldmatartímanum því ég hafði tekið reyktan lunda úr frystikistunni í Flottur diskurgærdag. Báðir erum við sólgnir í reyktan lunda og sá stutti átti erfitt með að bíða eftir matnum. Ég sauð lundann í tæpa tvo tíma og kældi í soðinu á eftir. Forsoðnar kartöflur voru steiktar á pönnu með kryddhjúp og uppstúf til að bleyta uppí lundanum. Alveg ótrúlega þjóðlegur og góður matur. Kvenfólkið á heimilinu, sem ættaður er úr Kópavogi, var ekki eins hrifið af reykta lundanum en húsfreyjan smakkaði smá og fannst hann góður. En það var orðið of seint því þeir sex lundar sem soðnir voru kláruðust á stuttum tíma ofaní okkur tvo.

Svo verður raðað í sig rjómabollum frameftir kvöldi, á morgun og hinn. Kannski þjóðlegur siður líka en ekki mjög hollur að sama skapi.

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband