Leita í fréttum mbl.is

Gullmolar barnanna

Yngri sonur minn, Róbert, var eitt sinn með mér í bílnum á ferð um Hafnarfjörðinn. Ætli hann hafi ekki verið í kringum 3ja ára aldurinn. Hann horfir útum gluggann og segir; “Pabbi, þarna er kirkjugarður.” –Nei, kúturinn minn, þetta er kartöflugarður,- segi ég. Sá stutti hugsar um stund og segir svo “Já, þetta er svona kartöflukirkjugarður”  Tounge

Arnór, eldri sonur minn er nú 16 ára. Eitt sinn, þegar hann var 4 ára, sátum við í eldhúsinu og hann blaðraði og blaðraði, gat ekki stoppað enda veikur heima en samt nokkuð sprækur. Ég spyr hann; “Arnór, ertu með munnræpu eða hvað?” Þá svarar sá stutti; - Nei, ég er með hlaupabólu pabbi. Tounge

Þórunn, stjúpdóttir mín, þurfti að skila verkefni í skólann þegar hún var 8 ára gömul. Spurt var; Nefndu fjóra kaupstaði á Íslandi. Hnátan var nú ekki lengi að svara því skriflega og ég hló mikið þegar ég las svarið: Bónus, Hagkaup, Nóatún og Samkaup. Tounge

Góðar stundir Smile




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband