28.1.2008 | 00:20
Á byrjunarreit
Það hefur stundum komið fyrir að Vottar Jehova banka á dyrnar hjá mér. Ég, sem ekki er mjög trúaður, hef nú samt gaman að hlusta á Vottana en samt ekki mikið lengur en ég þarf. Ég var að horfa á spennandi fótboltaleik í sjónvarpinu þennan laugardag þegar bankið kom. Eins og byssubrandur þaut ég til dyra og þar stór hann Bjarni með leðurtöskuna sína troðfulla af blómabæklingum um biblíufræði. Við hlið hans stóð miðaldra kona og virkaði mjög róleg og afslöppuð eins og Bjarni gerði líka. Ég hef áður spjallað við þennan Bjarna og ákvað að eyða nokkrum mínútum í dyragættinni í rökræður um bókstaf biblíunnar.
Eftir fáeinar mínútur sagði ég við Vottana að ég trúi ekki á guð. Bjarni brosti og sagði með silkimjúkri röddu sinni,- "Nú, þá ertu á byrjunarreit vinur minn." Já, það getur vel verið,- sagði ég. Biblían er ekkert heilög ritning fyrir mér. Það eru trúarstríð víða um veröldina og allir telja sinn guð mestan og bestan. Allir eru að predika og breiða út fagnaðarerindin. Hvað eru margir Vottar á Íslandi? - spyr ég. Jú, þeir eru í kringum 600 var svarið. Og hvers vegna eru svona fáir í ykkar röðum? - spyr ég og virðist vera kominn í hlutverk þeirra sem stóðu á teppinu fyrir framan mig. Svörin sem ég fékk voru ekki naglföst né til þess að ganga til liðs við Vottana og vera nr 601. Án þess að sýna ókurteisi, þá benti ég Bjarna og þessari ágætu konu (gæti vel verið konan hans Bjarna) að ég trúi á kærleikan og hið góða í manninum og bætti við. Mér finnst að fólk almennt, sérstaklega foreldrar ættu að gefa börnunum sínum meiri tíma í uppeldinu, kenna þeim muninn á réttu og röngu, byggja góðan grunn fyrir þau út í lífið og vera stolt af þeim, hrósa þeim og elska. Það skiptir öllu máli í mínu lífi og vonandi allra foreldra. Jú, þau voru hjartanlega sammála mér Vottarnir og kinkuðu ákaft kolli til samþykkis.
Hvað ætli séu margir trúflokkar á Íslandi? -spyr ég Vottana. "Líklega 20," segir Bjarni. Jamm, og á að láta undan þeirra kröfum um að byggja hér alls kyns hof og kirkjur svo þetta fólk geti tilbeðið guð sinn? -spyr ég aftur. Svarið var á þann veg að betra væri nú að hafa eina trú og ef sá sem syndgar játar syndir sínar, öðlist hann eilíft líf. Já, sæll. Spurning um að nota tækifærið og viðurkenna nokkrar syndir og málið er leyst!! Hmm...ne, ekki alveg. En ég spurði aftur - haldið þið að Íslendingar fengju að reisa kirkju í Jerúsalem eða Róm? "Nei, varla," svörðuð Vottarnir og brostu blíðlega. Nei, ég þóttist nú vita það líka. Bjarni opnaði leðurtöskuna sína og tók upp fagurskreytt hefti sem ég kannaðist við. Blómum skreytt með biblíumyndum vinstri hægri. Hann fletti heftinu og ég sagði við sjálfan mig "Æ, ég tek ekki við fleiri heftum. Þau fara alltaf beint í ruslafötuna. En hvað ætli prentunin hafa kostað"
Samtalið stóð yfir í rúmar 20 mín og ég heyrði á bakvið mig að það var verið að skora mark. Andsk....! Jæja, ég held að það þurfi ekkert að upplýsa mig meira af trúarbrögðum en ég hef nú þegar kynnt mér. "Þannig að ég óska ykkur góðrar helgi og vona að ykkur farnist vel í framtíðinni," sagði ég og kvaddi með kurteisi enda engin ástæða til annars. Vottarnir voru bara í sinni yfirferð og ekki vottaði fyrir yfirgangi nema kannski einna helst það, að við útidyrnar var skilti sem á stóð; Öll kynningarstarfsemi og sala er bönnuð í húsinu. En ég fyrirgef þeim það auðveldlega. Missti bara af einu marki og 20 mínútum af leiknum. Ekkert stórmál.
En þegar ég settist aftur í sófann, hugsaði ég að það er kannski ekkert slæmt að fá Vottana í heimsókn fyrst þeir voru svona rólegir og kurteisir. Innihald boðskapsins var ekkert annað en kækleikur og það er nákvæmlega það sem við þurfum öll á að halda. En þetta með játningu syndanna og eilíft líf.....ne, kaupi það ekki frekar en Campari. En hvað varðar leikinn, þá var ég alveg á byrjunarreit.
Góðar stundir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.