16.1.2008 | 11:16
Schmidt & Gestsson
Hvar er húfan mín, hvar er...
Síðasta veiðiferðin mín fyrir áramótin 2007 var ansi skemmtileg. Ég hafði samband við Bolvíkinginn og vin minn til margra ára, Pálma Gestsson, og bauð honum á andaveiðar daginn fyrir Gamlársdag. Jú, askoti væri það nú gaman en ég verð að vera kominn heim fyrir áramótin, sagði Pálmi hress að vanda. Það er nokkuð langur tími frá því við vinirnir fórum saman síðast og nú skyldi rifja upp gamla takta og sjá hvort Pálmi og Kasper hefðu einhverju gleymt. Pálmi þurfti reyndar að kafa dálítið niður í hauginn sinn til að finna þann veiðibúnað sem til þurfti og þegar ég stóð á hlaðinu snemma morguns rifjaðist upp fyrir mér hversu skemmtilega óskipulagður kallinn getur verið. Heyrðu Robbi, ég finn bara annan vettlinginn og svo er ég bara með sitthvora gerðina af legghlífum. Duga ekki bara góð rjúpnaskot á endurnar, því ég er með þau í beltinu?, sagði Pálmi og ég brosti. Já, þarna er sá gamli og hefur ekkert breyst sem betur fer. Minnir mig alltaf á ræningjana í Kardemomubænum forðum. -Hvar er húfan mín og allt það! Ég hló stundum mikið þegar við veiddum rjúpur saman fyrir nokkrum árum í Húsafelli. Þá átti hann svo mikið af gps staðsetningartækjum til að villast ekki á fjöllum að hann gleymdi þeim hér og þar og stundum fann hann ekkert og stundum var hann allt í einu með tvö eða þrjú tæki á hlaðinu og sagði Jæja, við ættum a.m.k. að rata í helvítis bílinn.
Arkað með aukakílóin
Kasper kom út og fagnaði mér ákaft. Nokkrum kílóum þyngri er ég sá hann síðast. Alveg eins og eigandinn. Einstakur hundur á allan máta og mikill vinur. Á fyrri árum stökk hann eins og höfrungur út í öll vötn og ár og sótti nýskotnar endur eða gæsir. Orkan geislaði af Kasper hvert sem hann fór. En árin færast yfir og nú er hann orðinn 12 ára ef ég man rétt. Svo ókum við af stað glaðbeittir og rifjuðum upp margar veiðiferðir alla leiðina í A-Landeyjar og hlógum mikið. Úti var mikið frost en veður stillt. Tilvalið fyrir andaveiðar meðfram skurðum þar sem lækir og litlar ár renna. Það átti bara að taka nokkrar í soðið, eins og sagt er enda spilast svona ferðir meira útá félagsskapinn og útiveruna nú til dags. Annað sem áður var þegar við sváfum ekki fyrir veiðiáhuga! Nokkuð var af önd á svæðinu og sem betur fer lágu ekki allar í fyrstu atrennu. Kasper sýndi gamla takta og stökk út í grunna á og sótti stokkönd og færði húsbónda sínum stoltur með dillandi rófuna. Mikið djöfull er þetta gaman Robbi, sagði Pálmi og ég sá að hann var ekkert að skrökva því. Kasper fylgdi okkur hvert fótmál og hlýddi því sem hann átti að gera enda kunni hann þetta allt blessaður.
35 kg með gemsa
Í kaffihléinu gæddum við okkur á heitreyktri gæs og súkkulaði. Fínt að hvíla sig aðeins eftir allt labbið. Þá var Kasper orðinn dálítið þreyttur. Pálmi lyfti honum upp á bílpallinn og klappaði honum á bakið. Já, kallinn minn. Við erum báðir farnir að eldast og þyngjast. Pálmi kvartaði eilítið yfir verk í annarri mjöðminni og haltraði. Ég skaut því að honum að þeir væru báðir með mjaðmalos, vel yfir kjörþyngd og gamlir. Já, þú getur rifið kjaft hálfsköllóttur og ekki nema 35 kg með gemsa var svarið sem ég fékk á móti og við hlógum báðir. Við lukum svo hringnum áfallalaust og uppskárum nokkrar endur í pottinn, góða útiveru og fína hreyfingu á þessum næstsíðasta degi ársins og vorum mjög sáttir. Ferðin heim gekk vel og áfram rifjuðum við upp gamlar veiðiferðir og ræddum þjóðfélagsmálin í þaula. Það var því ekki að sjá annað en þeir Schmidt & Gestsson hefðu gleymt neinu þrátt fyrir smá pásu!
Góðar stundir
Síðasta veiðiferðin mín fyrir áramótin 2007 var ansi skemmtileg. Ég hafði samband við Bolvíkinginn og vin minn til margra ára, Pálma Gestsson, og bauð honum á andaveiðar daginn fyrir Gamlársdag. Jú, askoti væri það nú gaman en ég verð að vera kominn heim fyrir áramótin, sagði Pálmi hress að vanda. Það er nokkuð langur tími frá því við vinirnir fórum saman síðast og nú skyldi rifja upp gamla takta og sjá hvort Pálmi og Kasper hefðu einhverju gleymt. Pálmi þurfti reyndar að kafa dálítið niður í hauginn sinn til að finna þann veiðibúnað sem til þurfti og þegar ég stóð á hlaðinu snemma morguns rifjaðist upp fyrir mér hversu skemmtilega óskipulagður kallinn getur verið. Heyrðu Robbi, ég finn bara annan vettlinginn og svo er ég bara með sitthvora gerðina af legghlífum. Duga ekki bara góð rjúpnaskot á endurnar, því ég er með þau í beltinu?, sagði Pálmi og ég brosti. Já, þarna er sá gamli og hefur ekkert breyst sem betur fer. Minnir mig alltaf á ræningjana í Kardemomubænum forðum. -Hvar er húfan mín og allt það! Ég hló stundum mikið þegar við veiddum rjúpur saman fyrir nokkrum árum í Húsafelli. Þá átti hann svo mikið af gps staðsetningartækjum til að villast ekki á fjöllum að hann gleymdi þeim hér og þar og stundum fann hann ekkert og stundum var hann allt í einu með tvö eða þrjú tæki á hlaðinu og sagði Jæja, við ættum a.m.k. að rata í helvítis bílinn.
Arkað með aukakílóin
Kasper kom út og fagnaði mér ákaft. Nokkrum kílóum þyngri er ég sá hann síðast. Alveg eins og eigandinn. Einstakur hundur á allan máta og mikill vinur. Á fyrri árum stökk hann eins og höfrungur út í öll vötn og ár og sótti nýskotnar endur eða gæsir. Orkan geislaði af Kasper hvert sem hann fór. En árin færast yfir og nú er hann orðinn 12 ára ef ég man rétt. Svo ókum við af stað glaðbeittir og rifjuðum upp margar veiðiferðir alla leiðina í A-Landeyjar og hlógum mikið. Úti var mikið frost en veður stillt. Tilvalið fyrir andaveiðar meðfram skurðum þar sem lækir og litlar ár renna. Það átti bara að taka nokkrar í soðið, eins og sagt er enda spilast svona ferðir meira útá félagsskapinn og útiveruna nú til dags. Annað sem áður var þegar við sváfum ekki fyrir veiðiáhuga! Nokkuð var af önd á svæðinu og sem betur fer lágu ekki allar í fyrstu atrennu. Kasper sýndi gamla takta og stökk út í grunna á og sótti stokkönd og færði húsbónda sínum stoltur með dillandi rófuna. Mikið djöfull er þetta gaman Robbi, sagði Pálmi og ég sá að hann var ekkert að skrökva því. Kasper fylgdi okkur hvert fótmál og hlýddi því sem hann átti að gera enda kunni hann þetta allt blessaður.
35 kg með gemsa
Í kaffihléinu gæddum við okkur á heitreyktri gæs og súkkulaði. Fínt að hvíla sig aðeins eftir allt labbið. Þá var Kasper orðinn dálítið þreyttur. Pálmi lyfti honum upp á bílpallinn og klappaði honum á bakið. Já, kallinn minn. Við erum báðir farnir að eldast og þyngjast. Pálmi kvartaði eilítið yfir verk í annarri mjöðminni og haltraði. Ég skaut því að honum að þeir væru báðir með mjaðmalos, vel yfir kjörþyngd og gamlir. Já, þú getur rifið kjaft hálfsköllóttur og ekki nema 35 kg með gemsa var svarið sem ég fékk á móti og við hlógum báðir. Við lukum svo hringnum áfallalaust og uppskárum nokkrar endur í pottinn, góða útiveru og fína hreyfingu á þessum næstsíðasta degi ársins og vorum mjög sáttir. Ferðin heim gekk vel og áfram rifjuðum við upp gamlar veiðiferðir og ræddum þjóðfélagsmálin í þaula. Það var því ekki að sjá annað en þeir Schmidt & Gestsson hefðu gleymt neinu þrátt fyrir smá pásu!
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.