8.3.2011 | 17:44
Á annað hundrað manns skráðir á Súgfirðingafagnaðinn
Súgfirðingafélagið í Reykjavík stendur fyrir Súgfirðingafagnaði og balli nk laugardag (12.mars) í HK-salnum í Fagralundi í Kópavogi. Alls hafa á annað hundrað manns skráð sig á fagnaðinn en hann samanstendur af matarhlaðborði, skemmtun og balli. Miðar voru sóttir og greiddir í gærkveldi, mánudagskvöld. Verð á fagnaðinn er 4.400 kr per mann. Þeir sem komast einungis á ballið sjálft geta mætt á staðinn og greitt 1.500 kr fyrir miðann en það hefst kl 23.30.
Heyrst hefur að Vesturport-systkinin Gísli Örn Garðarsson og Rakel Garðarsdóttir ætli að fjölmenna á Súgfirðingafagnaðinn en þess má geta að þau eiga ættir sínar að rekja til Súgandafjarðar. Búast má við fjölda manns á ballið sem verður örugglega fjörugt og skemmtilegt.
Allir á Súgfirðingaball á laugardaginn :)
Kveðja
Róbert Schmidt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.