Leita í fréttum mbl.is

Á annað hundrað manns skráðir á Súgfirðingafagnaðinn

Súgfirðingafélagið í Reykjavík stendur fyrir Súgfirðingafagnaði og balli nk laugardag (12.mars) í HK-salnum í Fagralundi í Kópavogi. Alls hafa á annað hundrað manns skráð sig á fagnaðinn en hann57woxbn samanstendur af matarhlaðborði, skemmtun og balli. Miðar voru sóttir og greiddir í gærkveldi, mánudagskvöld. Verð á fagnaðinn er 4.400 kr per mann. Þeir sem komast einungis á ballið sjálft geta mætt á staðinn og greitt 1.500 kr fyrir miðann en það hefst kl 23.30.

Heyrst hefur að Vesturport-systkinin Gísli Örn Garðarsson og Rakel Garðarsdóttir ætli að fjölmenna á Súgfirðingafagnaðinn en þess má geta að þau eiga ættir sínar að rekja til Súgandafjarðar. Búast má við fjölda manns á ballið sem verður örugglega fjörugt og skemmtilegt.

Allir á Súgfirðingaball á laugardaginn :)

Kveðja

Róbert Schmidt

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband