22.2.2011 | 12:44
Frábært Góublót súgfirskra karla
Góublót súgfirskra karla var haldið laugardaginn 19. febrúar sl í Félagsheimili Súgfirðinga að viðstöddum 165 gestum. Borðhaldið tókst vel að venju og gestir borðuðu úr sínum eigin trogum sem þeir komu með í húsið fyrr um daginn. Skemmtiatriðin voru ríkuleg og vel útfærð. Margir fengu á baukinn, eins og sagt er en skemmtiatriðin eru hálfgert áramótaskaup heimamanna.
Veðrið var með eindæmum gott þessa helgi, stafalogn og úrkomulaust. Að sögn Grétars Schmidt náði hann smá sólargeisla við enda hafnargarðsins á laugardagsmorgninum en skammt er þangað til heimamenn fái að njóta sólarinnar sem óðum hækkar sig yfir Spillinn.
Læt hér fylgja fáeinar myndir frá Góublótinu.
Kveðja
Róbert Schmidt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.