Leita í fréttum mbl.is

Besti kajakveiðitúrinn frá upphafi

Það er gaman að segja frá því að veiðitúrinn um helgina heppnaðist svo vel að ég þori ekki að setjaRobbi skarfur 800 6 hér inn aflatölur að ótta við að friðunarsinnar rísi á afturlappirnar froðufellandi með pönnur og önnur búsáhöld til að mótmæla. En þessi kajakveiðitúr er sá langbesti hvað varðar veiðiárangur frá því ég byrjaði fyrir 26 árum síðan að róa með byssu á sjókajak. Fyrir þá sem vilja fá senda aflamynd, þá geta þeir sem ég treysti, fengið mynd með því að senda fyrirspurn á robert@skopmyndir.com. Veiðin stóð yfir á laugardeginum en um hádegið tjaldaði ég í lítilli eyju eða skeri fyrir norðan og blandaði saman ljósmyndatöku og kajakróðri á fallegum og lognsælum febrúardegi. Selir fylgdu bátnum af og til en þeir eru forvitnar skepnur.

Frostið var um 8°-C þennan dag en síðan herti frostið um nóttina og fór í 10-15°-C enda fann ég velRobbi skarfur 800 15 fyrir því í litla tjaldinu. Hafði þó mokað yfir öll op til að þétta það betur en opið á svefntjaldinu er bara flugnanet, þannig að frostið náði vel inn í tjaldið og hélt fyrir mér vöku af og til um nóttina. Ég hugsaði líka með mér að það hlyti að vera reimt í helvítis eyjunni með öll þessi lík fyrir utan tjaldið. Allt skipulag um notalegt kvöld fyrir utan tjaldið með rauðvín í glasi og heitreykta gæsabringu fauk inní myrkrið því það var algerlega búið á tanknum hjá mínum eftir veiðina og að koma bráðinni í land en það tók rúma tvo tíma í myrkrinu. Höfuðljósið og tunglsljósið hjálpaði mér mikið við það. Ég skreið inní litla tjaldið allur í skarfafiðri- og blóði með púðuragnir um allt andlit svoleiðis gersamlega búinn. Eftir að hafa ath með veðurfréttir fyrir morgundaginn, hallaði ég mér aftur og sá fyrir mér fljúgandi skarfa og skothvellirnir bergmáluðu í hausnum.

Sunnudagurinn rann upp með hægum vindi og það var skýjað. Hávellurnar kölluðu á milli sín, flugu í Robbi skarfur 800 7stóra hringi og skelltu sér með látum á sjóinn. Skarfar syntu um, köfuðu eða þurrkuðu sig á skerjum. Tveir tignarlegir hafernir sveimuðu yfir svæðinu og toppendur flugu hjá á ógnarhraða. Selirnir heilsuðu vinalega og það var gaman að vera til á svona fallegum degi. Líklega má taka undir þau orð að ég sé að miklu leiti einfari í þessum veiðiskap en mér líkar það mjög vel. Upphafið á þessum kajakveiðiskap hófst í Súgandafirði þegar ég var rúmlega 19 ára gamall og upp frá því hef ég meira og minna stundað veiðiskap af sjókajak yfir vetrarmánuðina eingöngu. Yfirleitt var ég alltaf einn en fyrir 10 árum síðan fékk ég með mér nokkra hressa alvöru veiðimenn af landsbyggðinni sem kunna vel til verka.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í síðustu kajakveiðiferðinni minni um sl helgi. En eins og áður sagði,Robbi skarfur 800 10 þá læt ég alfamyndirnar ekki hér inn að ótta við að þær verði notaðar gegn mér. En hvað gerir veiðimaður ekki í kreppunni þegar hann á byssu og skot? Jú, hann veiðir sér til matar. Það þarf ekki eldflaugasérfræðing til að skilja það.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband