Leita í fréttum mbl.is

Vínþjófar á ferð á Gamlársdag

Flestir landsmenn fagna saman á Gamlárskvöldi til að kveðja gamla árið og taka á móti því nýja meðHappy_New_Year_cheers bros á vör og þá er gjarnan skálað í kampavíni eða öðru léttu áfengi, þótt margir kjósi sér áfengislaus áramót, sem er líka góður siður. Ég gleymi því seint þegar við fjölskyldan komum heim af brennu hér í Kópavogi ásamt annarri fjölskyldu sem eyddi með okkur kvöldinu, að öllu áramótavíninu okkar sem við geymdum á svölunum hafði verið stolið af unglingum úr hverfinu. Léttvín, freyðivín og bjór, allt horfið og maður varð dapur um stund og sérstaklega þegar hugsað var til þess að utanaðkomandi aðilar klifra uppá svalirnar á heimilinu og ræna gleðivökvanum á þessum síðasta degi ársins.

Þessir unglingar gerðu betur en þetta. Þeir fóru um allt hverfið á meðan fólkið var á brennunni og stálu mjög miklu magni af áfengi af svölum og úr bakgörðum. Því mæli ég með að allir geymi áfengið sitt innandyra og skelli freyðivíninu í kæliskápinn eða í stuttan tíma í frystikistuna til kælingar í stað þess að kæla það utandyra. Ég tók allan minn bjór inn af svölunum í gærkveldi og stuttu síðar var öllu áramótavíni nágranna minna stolið. Það er betra að fylgjast með unglingunum í hverfunum, hvort sem er í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði eða Reykjavík, svo ég tali nú ekki um ákveðnar sumarbústaðarbyggðir þar sem unglingar eru þekktir fyrir að fara um í skjóli nætur rænandi áfengi og gosi af pöllum sumarbústaða. Betra er að geyma allt áfengi innandyra til að forðast þessa þjófa enda auðvelt að stela þessu þegar það blasir við áhugasömum.

Gleðilegt nýtt ár

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ekki kæla á svölum...tad er ljóst.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband