Leita í fréttum mbl.is

Ánægjuleg jól

Þá fer að líða á seinni hluta jólanna og óhætt að segja að þau hafi verið ánægjuleg og fjölskylduvænGunna, Berglind, Arnor, Robert og Thorunn Hanna  í meira lagi. Á Þorláksmessu fór ég í skötuveislu með mömmu og Sæju til Ingu og Nonna en ég lét aðra um skötuátið því ég hef enn ekki náð að læra að borða þennan vestfirska og þjóðlega mat, því miður.

Á aðfangadag fórum við til Jónu systir, Birkis og Ólafíu í Grafarvoginn en þangað kom mamma og Andrés ásamt bræðrum mínum Andrési, Dóra og Gústa. Eldaður var svínahamborgarahryggur og stór kalkúnabringa en á undan var borin fram aspassúpa að venju. Pakkaflóðið var mikið undir jólatrénu en þau Ólafía frænka og Birkir sáu um pakkalestur og dreifingu Wink  Í eftirrétt var boðið upp á ís og heita súkkulaðisósu ásamt marengssúkkulaðiköku sem Jóna bakaði. Það var mikið hlegið þetta kvöld enda mikið fjör á fólkinu, brandarar fuku á milli og flestir fengu sængurföt í Robert, Arnor og Thorunnjólagjöf ásamt bókum, konfekti, flíkum og skartgripum svo fátt eitt sé nefnt.

Á Jóladag var síðan villibráðarveisla heima í Kópavogi en þá mættu börnin mín, Berglind (23), Arnór (16), Róbert (9) og Guðrún Dóra (23) fyrrum stjúpdóttir mín og Þórunn Hanna (17) sem býr reyndar heima hjá okkur Sæju. Við Róbert jr hjálpuðumst við að hamfletta rjúpurnar og Arnór fékk það hlutskipti að fá að steikja rjúpu- og gæsabringurnar en hann lærði mikið í eldhúsinu þessi jól. En Arnór hefur mikinn áhuga á matseld og hefur hann ekki langt að sækja þann áhuga. Eftirréttur var Jona og Olafiaheimalagaður ís og frönsk súkkulaðikaka. Ég var frekar sáttur við gjafirnar mínar en t.d. fékk ég ljósmyndabók, Súkkulaðiást (bók), gallabuxur, konfekt, súkkulaði-fondupott, Liverpool-húfu, dúnsæng og rúmföt. Svo var horft á Ladda-diskinn um kvöldið og glamrað lítillega á píanó sem Róbert jr fékk í jólagjöf en Berglind systir hans reyndi að kenna honum nokkrar nótur í tilefni dagsins.

Á annan dag jóla skrapp ég með Róbert jr til Grindavíkur með rjúpur og endur til pabba en hann hefur verið veikur yfir jólin og treysti sér ekki í jólaboð til Reynis og Ingu á Kjalarnesinu á Agust Schmidt og Gudmundur Robert Schmidtaðfangadag. Kallinn var glaður að fá heimsókn og við feðgar stöldruðum við í tæpa tvo tíma og Hugrun og Sveinbjorgskoðuðum gömul albúm og spjölluðum saman. Eftirmiðdagurinn fór í að horfa á Liverpool sigra Boltan 3-0 og það var kærkominn sigur minna manna. Næsti leikur er á sunnudaginn en þá er allsherjar fjölskylduboð á Kjalarnesinu hjá Reyni og Ingu en yfirleitt mæta þangað á milli 25-30 manns með ýmis konar mat og drykki til að borða saman og gleðjast sem ein fjölskylda.

Læt hér staðar numið fram á Gamlársdag. Nýjar myndir frá jólunum eru komnar á myndasíðuna.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband