Leita í fréttum mbl.is

Sóley Helga á barnið að heita

Á sama tíma og uppáhaldsliðið mitt í ensku deildinni, Liverpool, mætti Chelsea í mikilli viðureign í Soley Helga 2gærdag ætlaði ég að mæta í skírnarveislu til Ingu og Nonna í Kópavogi kl 13.00. Að sjálfsögðu vildi ég ekki missa af skírninni og leiknum en tók fyrri hálfleikinn í skírnina, myndaði í gríð og erg og fékk mér kökur að lokinni athöfn alveg slakur. Svo laumaðist ég út í bíl og brunaði heim og kveikti á sjónvarpinu og sá seinni hálfleikinn. Var reyndar búinn að "semja" við Ingveldi um að hverfa um stundar sakir úr veislunni sem var ekkert mál enda er ég ekki þessi Liverpool-aðdáandi dauðans venjulega nema núna langaði mig til að sjá amk brot úr leiknum. Úrslit leiksins voru jákvæð, Liverpool sigraði 4 ára og 8 mánaða sigurgöngu Chelsea á heimavelli með einu marki gegn engu og braut þar einnig 84 leikja samfellda sigurgöngu Chelsea sem er frábært knattspyrnulið. Mitt lið trónir nú efst í deildinni og ég er ánægður með það.

En litla sæta "frænka" mín fékk mjög fallegt nafn: Sóley Helga (Jónsdóttir). Ég læt hér fylgja nokkrar myndir af litlu prinsessunni sem ég tók í skírninni. Hún var mjög vær allan tímann, svaf að mestu eða hjalaði við gestina. Veislan var fín og tæplega 40 gestir mættu til að Fingursamgleðjast prinsessunni á þessum annars fína degi.


Fleiri myndir má sjá í myndasafninu á síðunni eða smellið á þennan tengil:
http://schmidt.blog.is/album/skirn_soleyju_helgu_okt_2008/

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með skírn Sóleyjar.

Fallbeyging
NefnifallSóley
ÞolfallSóleyju
ÞágufallSóleyju
EignarfallSóleyjar

Bríet (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Flott nafn ,flottar myndir,flottur Robbi..

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband