Leita í fréttum mbl.is

Gæsaleysi og skírnarveisla framundan

Til stóð að fara í Skagafjörðinn um helgina með hóp veiðimanna á gæsaveiðar en þeirri ferð hefur IMG_3837verið aflýst sökum gæsafæðar á svæðinu sem og snjóstorms sem skellur á landið vestan- og norðanvert seinnipartinn í dag. Mér skilst að öll gæsin sé nú á SA-landinu í nágreni við Eyjafjöll, Vík og Höfn. Enda hafa menn verið að gera fína túra þangað um þessar mundir.

Það er kærkomið að hvíla sig eina og eina helgi. Haustið hefur verið erilsamt og mikil ferðalög að baki og ófáar gæsir skotnar. Ég mun því horfa á Liverpool og Chelsea leika á laugardaginn og skelli mér í skírnarveislu á sunnudaginn. Læt hér fylgja mynd af litlu drottningunni sem á að skíra en hún er dóttir hennar Ingveldar (systir Sæju) og Nonna í Kópavogi. Ég hélt á henni um daginn og hjalaði við hana þangað til hún sofnaði í fanginu mínu. Sérstök og þægileg tilfinning að halda á ungabarni og svæfa það í kyrrð og ró. Gaman að þessu.

Myndin er af þeim frænkum Sæju og óskýrði Jónsdóttur sem er 2ja mánaða gömul.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það fer að koma að þessu aftur hjá ykkur hjónunum, þegar ömmu og afa börnin láta sjá sig

Sigrún Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:17

2 identicon

Hæ hæ, mikið er þetta nú góð mynd af henni Sæju og litllu dúllunni. Alltaf svo góð tilfinning er maður er að róa og rugga svona litlum börnum.  Svo langt síðan að ég hef kvittað hjá þér þó svo að ég kíki hér við á síðunni þinni nokkuð oft.

Hafið það sem best um helgina og njótið samverunnar.

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Sælar vinkonur, já, þetta er bara fínasta mynd af þeim frænkum. En ég á nú ekki von á því að bæta fleiri börnum við úr þessu Sigrún mín. En tilfinningin að rugga ungabarni í svefn er góð, því er ekki að neita. Takk fyrir að kíkja á síðuna. Ég hef verið frekar latur að skirfa undanfarið en geri mitt besta.

Róbert Guðmundur Schmidt, 24.10.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband