Leita í fréttum mbl.is

Í snjónum í Skagafirði

Fór norður í Skagafjörð um miðja sl viku til að veiða fleiri gæsir og undirbúa komu veiðimanna á gæs IMG_3847á Vindheima. Ferðin byrjaði ekki vel því Hvalfjarðargöngin voru lokuð nóttina þegar ég rúllaði norður og ég varð því að aka Hvalfjörðinn. Náði þó á svæðið á tilsettum tíma og hafði 16 grágæsir eftir morguninn. Næstu dagar fram að helgi fóru að rembast við að ná fleiri gæsum en það miðaði frekar rólega. En ég var ágætlega sáttur við aflann sem kominn var. Veðurspáin var ekki sérlega góð, NA-rok með snjókomu. Á laugardagsmorguninn var allt hvítt og kalt með hæfilegu roki. Sunnudagurinn var lognsæll og úrkomulítill. Við lágum svo að segja hreyfingarlausir í 6-7 tíma á akrinum í skítafrosti en veiðin var dræm. Gæsirnar greinilega byrjaðar á að færa sig yfir landið á SA-landið áður en hún hverfur yfir hafið til Bretlandseyja til vetursetu.

Á laugardagskvöldið komu Maggi Hinriks og Steinar Péturs í kvöldverð til okkar Sæju í IMG_3880sumarbústaðinn í Varmahlíð ásamt konum sínum, þeim Sonju og Effu. Ég grillaði kjúklingaspjót, höfrungaspjót og gæsaspjót. Marineraði gæsina í hlynsírópi, títuberjasultu og Baily's sem smakkaðist vel. Þar ræddum við félagarnir um fyrirhugaða kajakferð um A-Grænland 2009. Maggi kom með reyktan lunda í forrétt og ég setti heitreykta gæs með á diskinn enda hvortveggja úr Skagafirði.

Kannski að maður reyti eitthvað af þessum spikfeitu grágæsum sem ég veiddi um helgina því feitari geta þær nú varla verið.

Snjor a akrinum

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband